Ristill
Ristill (Colon) er líffæri sem er hluti af meltingarkerfi spendýra. Hann liggur eins og umgjörð utan um smáþarmana. Það sem kemur frá þörmum berst fyrst í botnristil og þaðan í risristil, síðan í þverristil og svo í fallristil. Í ristlinum frásogast vatn úr fæðunni. Í ristli eru saurgerlar sem nýta sér úrgangsefni og brjóta niður ýmis efni.
Munnur · Kok · Sarpur · Vélinda · Magi · Briskirtill · Gallblaðra · Lifur · Smáþarmur (skeifugörn, ásgörn, dausgörn) · Ristill · Botnristill · Endaþarmur · Endaþarmsop