Spree
Spree er á sem rennur í gegnum miðborg Berlínar í Þýskalandi. Í Vestur-Berlín sameinast hún síðan ánni Havel (við Spandau), sem síðan sameinast Saxelfi (Elbe) og rennur þaðan í Norðursjó. Spree er 382 km að lengd. Hún á upptök sín syðst í Saxlandi, rétt við landamæri Tékklands. Helstu borgir við Spree eru Berlín og Cottbus. Helsta þveráin er Dahme, en þær flæða saman í Austur-Berlín. Spree er skipgeng frá Berlín nokkra tugi km í suðaustur. Þar tekur skipaskurðurinn Oder-Spree-Kanal við, sem gengur alla leið í fljótið Odru við pólsku landamærin.