Stórleikurinn

(Endurbeint frá Spilið mikla)

Stórleikurinn er heiti á samkeppni milli Breska heimsveldisins og Rússaveldis um áhrif í Mið-Asíu, einkum í Afganistan, Persíu og Tíbet, á 19. öld. Þessi tvö nýlenduveldi notuðu bæði hernaðaríhlutun og samninga til að tryggja sér áhrifasvæði og hafa áhrif á landamæri í Mið-Asíu og Suður-Asíu. Rússland lagði Túrkestan undir sig á meðan Bretar þöndu út mörk Breska Indlands. Snemma á 20. öld höfðu risaveldin náð að skapa röð leppríkja og verndarríkja sem náði frá strönd KaspíahafsAustur-Himalajafjöllum.

Skopmynd frá 1878 sem sýnir afganska emírinn Sher Ali Khan, á milli „vina“ sinna: rússneska björnsins og breska ljónsins.

Stórleikurinn varð aldrei að beinni styrjöld milli Rússlands og Bretlands, en átök þeirra í Krímstríðinu 1853 til 1856 höfðu áhrif. Risaveldin áttu líka með sér samstarf, eins og í Afgönsku landamæranefndinni 1884 til 1886.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.