Mörgæsir

ættbálkur ófleygra fugla
(Endurbeint frá Spheniscidae)

Mörgæsir (fræðiheiti: Sphenisciformes) er ættbálkur ófleygra fugla sem lifa á suðurhveli jarðar. Til eru sautján tegundir af mörgæsum. Mörgæsir eru ófleygar og lifa flestar í svalari hluta Suður-Íshafsins. Skrokkurinn er svartur á baki og hvítur að framan og þær hafa stutta en sterka fætur aftarlega á skrokknum. Talið er að mörgæsir eyði allt að þremur fjórðu hlutum ævi sinnar í sjó enda eru þær miklir sundgarpar. Mörgæsir eru kjötætur og fæða þeirra er aðalega lítil sjávardýr.

Mörgæsir
Keisaramörgæsir
Keisaramörgæsir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Sphenisciformes
Sharpe, 1891
Ætt: Spheniscidae
Bonaparte, 1831
Ættkvíslir
Útbreiðsla.

Stærsta mörgæsin er keisaramörgæs en þær geta orðið allt að 21-40 kg og um 120 cm. á hæð. En sú minnsta er dvergmörgæs, þær vega aðeins 1-1,8 kg og eru minni en sumar endur.

Fljúgandi mörgæsir

breyta

Þann 1. apríl 2008 birti BBC aprílgabb þar sem leikarinn Terry Jones tilkynnti að nýverið væri búið að uppgötva tegund af mörgæsum sem gæti flogið[1]. Gabbið fékk mikla athygli um heim allan og fjöldi fólks tók þátt í því, þar á meðal David Attenborough.

Tegundir

breyta

Af hverju geta mörgæsir ekki flogið

breyta

Mörgæsir eru komnar af fleygum fuglum en geta þrátt fyrir það ekki flogið. Tvennt er sem veldur því að þær geta ekki flogið en það er að þær eru of þunga og vængirnir eru of stuttir miðað við líkamsstærð. Vængirnir minna frekar á hreifa en vængi, enda hafa þeir aðlagast sundi og mörgæsir eru afbragðs sunddýr og komast mjög hratt yfir. Það finnast fleiri fuglar en mörgæsir sem geta ekki flogið, má þar nefna strút, móa og emúa. En þær eins og mörgæsin hafa aðlagast landlífinu [3]. Mörgæsir áttu sér enga náttúrulega óvini á landi og hafa því þróast í þá átt að aðlaga sig að sundi á kostnað þess að geta flogið.

 
Gentoomörgæs á sundi

Tilvísanir

breyta
  1. News, A. B. C. „World's First Ever Flying Penguins?“. ABC News (enska). Sótt 18. október 2024.
  2. Már Halldórsson, Jón (31. mars 2003). „Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?“. https://www.visindavefur.is/. Vísindavefurinn. Sótt 15. ágúst 2022.
  3. JGÞ og MBS. „Af hverju geta mörgæsir ekki flogið“. Sótt 9. apríl 2013.

Heimildir

breyta