Konungsskuggsjá
(Endurbeint frá Speculum Regale)
Konungsskuggsjá eða Konungs skuggsjá – (á latínu: Speculum regale) – er norskt fornrit frá árunum 1250-1260. Konungs skuggsjá er fræðslurit, sett upp sem samtal föður og sonar, og tilheyrir bókmenntagrein sem nefnd hefur verið furstaspegill.
Ritið skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta eru ráðleggingar til kaupmanna, í öðrum til hirðmanna og í þeim þriðja til konunga.
Konungsskuggsjá er varðveitt í mörgum handritum, og flest þeirra eru íslensk.
Útgáfur
breyta- Hálfdan Einarsson (útg.): Konungs skuggsjá, Sórey 1768. – Frumútgáfa með danskri og latneskri þýðingu.
- Finnur Jónsson (útg.): Konungs skuggsjá, Kaupmannahöfn 1920–1921. – Fræðileg útgáfa.
- Ludvig Holm-Olsen (útg.): Konungs skuggsjá, Osló 1945. – Endurskoðuð útgáfa, 1983.
- Magnús Már Lárusson (útg.): Konungs skuggsjá, Reykjavík 1955. – Aðgengileg lestrarútgáfa, með nútímastafsetningu.
Tengt efni
breyta- Skuggsjár (Speculum-bækur)