Spónn (áhald)
Spónn (fleirtala spænir[1]) nefnist fyrri tíma matskeið, og var einkum úr nauts- eða hrútshornum eða hvalbeini.
Spónn getur líka merkt dálítill skammtur af spónamat. Að missa spón úr aski sínum, í merkingunni að missa eitthvað sem maður hefur haft (t.d. tekjur, bitling), er orðatiltæki sem í upphafi þýddi að missa matarskammt af diski sínum sem maður hafði áður fengið, kannski sem aukagetu.