Askur er matarílát úr tré með loki, sem Íslendingar virðast hafa farið að nota eftir að miðöldum lauk en þá fóru húsakynni smækkandi vegna kólnandi veðurs og í þröngum baðstofunum var ekki lengur mögulegt að matast við borð. Hver heimilismaður hafði sinn ask og sinn spón. Oftast var fólki skammtaður matur í askinn hvert kvöld og borðaði fólk úr honum á rúmi sínu, en á milli mála var hann geymdur á hillu. Fjöldi aska frá 19. öld og síðari hluta 18. aldar hefur varðveist.

Askur í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ.
Þessi grein fjallar um matarílát, til að sjá aðrar greinar um ask má sjá askur.

Askar voru alltaf kringlóttir og smíðaðir úr stöfum sem voru festir saman með þremur gjörðum, og yfirleitt var hald eða hanki á hliðinni. Þeir voru oft gerðir úr rekavið og lokið, sem oftast var á hjörum, var skorið út.[1]

Heimildir breyta

  1. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041020121601/www.fanndal.is/Askur.htm

Tenglar breyta

  • „Hvað er séríslenskt?“. Vísindavefurinn.
  • „Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið"?“. Vísindavefurinn.