Sonja Sohn
Sonja Sohn (fædd Sonja Williams, 1964[2]) er bandarísk leikkona og ljóðskáld sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Slam, The Wire og Body of Proof.
Sonja Sohn | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Sonja Williams 1964 [1] |
Ár virk | 1996 - |
Helstu hlutverk | |
Lauren Bell í Slam Shakima 'Kima' Greggs í The Wire Samantha Baker í Body of Proof |
Einkalíf
breytaSohn fæddist og ólst upp í Newport News, Virginíu og er af afrískum-amerískum og kóreskum-amerískum uppruna. Hún stundaði nám í ensku við Brooklyn College.[3]
Sonja á tvö börn af fyrra hjónabandi en hefur síðan 2003 verið gift Adam Plack.
Góðgerðamál
breytaSohn er stofnandi og framkvæmdastjóri reWired for Change samtakanna í Baltimore en markmið þeirra er að ná til ungs fólks sem lifa í hættulegum hverfum borgarinnar.[4] Samtökin eru rekin út frá félagsráðgjafadeild háskólans í Maryland og notar þætti úr The Wire sem kennsluaðferðir.[5] Aðrir leikarar og handritshöfundar The Wire eru stjórnarmeðlimir.[6]
Árið 2011 var hún heiðruð með verðlaununum Kona ársins af Harvard Black Men's Forum.[7]
Ferill
breytaSjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Sohn var árið 1998 í sjónvarpsmyndinni Bronx County. Árið 2002 var henni boðið hlutverk rannsóknarfulltrúans Shakima 'Kima' Greggs í lögregluþættinum The Wire sem hún lék til ársins 2008. Frá 2011 til 2012 lék Sohn rannsóknarfulltrúann Samantha Baker í dramaþættinum Body of Proof.
Hefur hún verið með gestahlutverk í þáttum á borð við Cold Case, The Good Wife og Burn Notice.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Sohn var árið 1996 í Work. Árið 1998 lék hún Lauren Bell í kvikmyndinni Slam en hún skrifaði einnig söngtextana og var meðhandritshöfundur að myndinni. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Bringing Out the Dead, Shaft, G og Step Up 2: The Streets.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1996 | Work | June | |
1998 | Slam | Lauren Bell | |
1999 | Getting to Know You | Lynn | |
1999 | Bringing Out the Dead | Kanita | |
2000 | Shaft | Alice | |
2001 | Perfume | Dandy | |
2002 | G | Shelly | |
2003 | The Killing Zone | Jennifer | |
2008 | Step Up 2: The Streets | Sarah | |
2012 | The Wire: The Musical | Rannsóknarfulltrúinn Shakima ´Kima´ Greggs | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1998 | Bronx County | ónefnt hlutverk | ónefndir þættir |
2006-2007 | Cold Case | Toni Halstead | 5 þættir |
2002-2008 | The Wire | Rannsóknarfulltrúinn Shakima ´Kima´ Greggs | 60 þættir |
2008-2009 | Brothers & Sisters | Trish Evans | 4 þættir |
2010 | The Good Wife | Sonya Rucker | Þáttur: Hi |
2011 | TV You Contral: Bar Karma | Lucy | Þáttur: An Open Mind |
2011-2012 | Body of Proof | Samantha Baker | 29 þættir |
2012 | Drop Dead Diva | Dómarinn Vivian Holston | Þáttur: Jane´s Getting Married |
2012 | Burn Notice | Olivia Riley | 6 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
breytaAsian Excellence verðlaunin
- 2008: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Wire.
Gotham verðlaunin
- 1998: Breakthrough verðlaunin sem besta leikkona fyrir Slam.
Image verðlaunin
- 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The Wire.
- 2005: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The Wire.
Independent Spirit verðlaunin
- 1999: Tilnefnd fyrir fyrsta hlutverk fyrir Slam.
NAMIC verðlaunin
- 2003: Tilnefnd fyrir besta hlutverk í drama fyrir The Wire.
Sundance Film Festival verðlaunin
- 1998: Grand Jury verðlaunin fyrir dramamynd fyrir Slam.
Tilvísanir
breyta- ↑ Holtzclaw, Mike (25. október 1999). „Local Actress Now Working With Big Stars“. Daily Press. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. september 2016. Sótt 17. apríl 2012.
- ↑ Holtzclaw, Mike (25. október 1999). „Local Actress Now Working With Big Stars“. Daily Press. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. september 2016. Sótt 17 apríl 2012.
- ↑ Ævisaga Sonja Sohn á IMDB síðunni
- ↑ Phil Zabriskie, „After 'The Wire' ended, actress Sonja Sohn couldn't leave Balitmore's troubled streets behind“, Washington Post, 27. janúar 2012.
- ↑ „Sonja Sohn's Road to Redemption“ Geymt 7 september 2009 í Wayback Machine skoðað 1. janúar 2010.
- ↑ Members page reWIRED for Change, skoðað 1. janúar 2010.
- ↑ „Sohn honored“. Boston Blobe. 29. mars 2011. bls. G.14. „"The Wire" actress Sonja Sohn received the Woman of the Year award at the Harvard Black Men's Forum 17th Annual Celebration of Black Women on Friday.“
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Sonja Sohn“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. janúar 2013.
- Sonja Sohn á IMDb
- Heimasíða Sonja Sohn Geymt 21 febrúar 2021 í Wayback Machine
Tenglar
breyta- Sonja Sohn á IMDb
- Heimasíða Sonja Sohn Geymt 21 febrúar 2021 í Wayback Machine
- Heima síða reWIRED for Change Geymt 10 apríl 2010 í Wayback Machine
- ReWired and Reading Liverpool Philharmonic Geymt 25 október 2020 í Wayback Machine
- ReWired and Reading The Reader Organisation Geymt 21 júní 2010 í Wayback Machine