Snorrabraut er gata í Reykjavík, tengibraut sem tengir saman stofnbrautina Sæbraut í norðri og og gatnamótin við Hringbraut, Gömlu-Hringbraut, Miklubraut og Bústaðaveg, þar sem áður var Miklatorg. Vestan við Snorrabraut er gamli Austurbærinn, en austan við hana eru Norðurmýri og Hlemmur. Hún er kennd við Snorra Sturluson.

Snorrabraut

Snorrabraut var upphaflega hluti af Hringbraut, sem þá náði nokkurn veginn hálfhringinn utan um meginhluta byggðar í Reykjavík.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.