Gamla-Hringbraut
Gamla-Hringbraut er gata í Reykjavík, sem áður tilheyrði hinni eiginlegu Hringbraut, frá Hljómskálagarðinum í vestri til Miklatorgs í austri. Þegar Hringbraut var færð til suðurs og stækkuð, varð þessi hluti eftir og var nafninu þá breytt. Við stækkun Landspítalans minnkaði gatan verulega og nær nú frá Hljómskálagarðinum að Laufásvegi.