Sniðaspjall:Saga Íslands

Latest comment: fyrir 17 árum by Akigka in topic Tímabilin

Tímabilsgap

breyta

Tengillinn „undir erlendum yfirráðum“ vísar til síðu um Ísland á miðöldum, tengillinn næst á eftir vísar til sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sem hófst á 19. öld. Það er því eins og það vanti eitthvað um sögu Íslendinga frá siðaskiptum til 19. aldar. Hvað væri best að kalla það tímabil? --Cessator 20:52, 4 janúar 2007 (UTC)

Hefðbundin skipting gæti t.d. verið Landnámsöld, Þjóðveldisöld, Kristnitakan á Íslandi, Kirkjugoðaveldi, Sturlungaöld, Norska öldin, Enska öldin, Þýska öldin, Siðaskiptin á Íslandi, Lærdómsöld, Einveldistímabilið á Íslandi, Einokunarverslun, Brennuöld, Upplýsingaöld á Íslandi, Sjálfstæðisbarátta Íslendinga, Landshöfðingjatímabilið, Heimastjórnartímabilið, Konungsríkið Ísland, Stríðsárin á Íslandi og Íslenska lýðveldið t.d. ... hef vonandi ekki gleymt einhverju mikilvægu :) --Akigka 21:00, 4 janúar 2007 (UTC)
Á einokunarverlunin heima í skiptingu eftir tímabilum? Er þetta ekki frekar þema? Það er þegar tengill á enveldistímann. --Cessator 21:42, 4 janúar 2007 (UTC)
Þjóðveldisöld nær líka yfir tíma kristnitökunnar. Spurning hvort kristnitakan sé þá ekki fremur afmarkað viðfangsefni en sérstakt tímabil. --Cessator 21:44, 4 janúar 2007 (UTC)
Það sama gildir um siðaskiptin, sem eru fimm ára tímabil, og stríðsárin sömuleiðis. Einveldistímabilið nær faktíst fram á 19. öld. Brennuöld er hluti af Lærdómsöld, Kirkjugoðaveldi nær yfir á Sturlungaöld. Þetta eru allt overlapping tímabil meira og minna, skilgreind eftir þemum, en ekki nákvæm skipting. --Akigka 21:47, 4 janúar 2007 (UTC)
Ættum kannski að kíkja eftir Gunnari Karlssyni, eða Birni Þorsteinssyni, til að finna einfaldari skiptingu í tímabil. Kosturinn við það sem er talið upp hér að ofan, er að allt eru þetta hefðbundin þemu Íslandssögunnar og því allt góð greinarefni. --Akigka 21:50, 4 janúar 2007 (UTC)
Breytingaárekstur: Já, spurning hvort við ættum að freista þess að finna bara lesenda vegna hagkvæmari skiptingu eftir tímabilum og láta allt hitt - sem eru vissulega góð greinarefni - undir aðra fyrirsögn? Skiptingin í tímabil mætti þess vegna heita 17. öld, 18. öld ... 20. öld o.s.frv. eða eitthvað slíkt í bland við heiti á lengri tímabilum, eins og landnámsöld, þjóðveldisöld og þar fram eftir götunum. Hitt gæti kallast stef eða umfjöllunarfni og það sem nú heitir umfjöllunarefni gæti heitið umfjöllunarmáti(?) --Cessator 21:54, 4 janúar 2007 (UTC)
Miðað við mína (takmörkuðu) reynslu af skiptingu í söguleg tímabil í sögu annarra landa er venjan að notast við slík tímabil en ekki t.d. 17. öldin á Íslandi, 18. öldin á Íslandi. Kíkjum eftir Birni Þorsteins. Hann ber held ég ábyrgð á þeirri skiptingu sem mest er notuð í dag (Íslandssaga til okkar daga sem Sögufélagið gaf út 1991)... --Akigka 22:01, 4 janúar 2007 (UTC)
Sjá hér nokkur hliðstæð sögusnið af ensku Wikipediu: en:Template:History of Germany, en:Template:Italian History box, en:Template:History of France, en:Template:History of Japan. Mér finnst betra að hafa þetta frekar ítarlegt en hitt og það má alveg vera það upp á lengdina sem er ágæt eins og er. --Bjarki 22:05, 4 janúar 2007 (UTC)
Mér líst vel á yfirlitið yfir sögu Frakklands og held að það gæti verið gott að taka okkur það til fyrirmyndar. Þá er hægt að halda öllum tenglunum en sýna greinilega þau tímabil sem falla undir önnur tímabil (eins og sturlungaöld myndi t.d. hjá okkur falla undir þjóðveldisöld). Þá vaknar spurningin hvaða tímabil séu grundvallartímabil. --Cessator 22:15, 4 janúar 2007 (UTC)

Tímabilin

breyta

Eru þetta viðurkennd tímabil? Má einhversstaðar finna þessa skiptingu í bók eða er þetta nokkurskonar "frumrannsókn".? --Stefán Örvarr Sigmundsson 30. október 2007 kl. 15:46 (UTC)Reply

Nei, þetta eru allt tímabil sem hafa komið fyrir í sagnfræðiritum. Það er líka ástæðan fyrir því að þau overlappa svona mikið því þau eru tekin úr mismunandi ritum og mismunandi samhengi. --Akigka 30. október 2007 kl. 15:51 (UTC)Reply
Fara aftur á síðuna „Saga Íslands“.