Skip Þeseifs
Skip Þeseifs er forn þverstæða um samsemd hluta. Þverstæðan lýsir skipi Þeseifs, sem á tilteknum degi er sama skipið og það var daginn áður, þótt skipt hafi verið um eina fjöl. En þá vaknar spurningin hvort enn sé um sama skipið að ræða þegar skipt hefur verið um alla hluta þess. Enn fremur vaknar spurningin hvað gerist ef smám saman er skipt um alla hluta skipsins en að því loknu eru gömlu hlutarnir síðan settir saman aftur: Hvort skipið er sama skipið og Þeseifur átti í upphafi?