Smokkar

(Endurbeint frá Smokkdýr)

Smokkar einnig nefndir Höfuðfætlingar (fræðiheiti Cephalopods) eru í flokki lindýra sem einkennist af samhverfri líkamsbyggingu, með stórt höfuð og fót sem skiptist í marga arma og á þessum örmum eru yfirleitt sogskálar sem þeir nota til að grípa fæðu. Í flokknum eru um 800 tegundir og skiptast þær í 3 undirflokka sem eru kolkrabbar, smokkfiskar og kuggar. Kolkrabbar og smokkfiskar eru hópur Coleoidea þar sem skelin er falin inn í líkamanum. Kuggar eru aftur á móti í hóp Nautiloidea þar sem skelin er sýnileg líkt og kuðungur eins og á perlusnekkjum sem dæmi. Af kuggum er aðeins ein ættkvísl lifandi (Nautilus) og sex tegundir.

Smokkar
Kolkrabbi í fiskabúri.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Lindýr (Mollusca)
Flokkur: Cephalopods
Cuvier, 1797
Unfirflokkar

Útbreiðsla

breyta

Smokkar eru mjög útbreiddur flokkur]] og er þennan flokk að finna í öllum höfum heims, allt frá heitum höfum að ísilögðum höfum. Smokkar eru sjávartegund sem þolir ekki ósölt vötn en til eru undantekningar þar sem fundist hafa verið tegundir í ferskvatni, til dæmis (Lollguncula brevis) fannst í ferskvatni í Chesapeake bay. (Dr. James B. Wood's, e.d.)

Tegundir við Ísland

breyta

Við Ísland finnast um fjórtán tegundir af smokkum en einungis ein af þeim er nýtt til veiða og er það Beitusmokkurinn. Beitusmokkurinn lifir í úthafinu suður af landinu og gengur til lansinns í miklum torfum en lætur sig síðan hverfa í mörg ár þess á milli.

Önnur algeng tegund er Dílasmokkurinn. Hann lifir í úthafinu norðan við Ísland og er aðal fæða sumra hvala hér við land.

Aðrar smokkategundir sem hafa fundist hér við land eru til dæmis pokasmokkur, litli kraki, bikarsmokkur og risasmokkurinn.

Risasmokkurinn getur orðið allt að 18 metrar að lengd og um tonn á þyngd og er hann næststærsta hryggleysingategund í heiminum á eftir tröllasmokknum. Smokkurinn er lítið þekktur hér við land en hann hefur fundist nokkrum sinnum á reki og hafa því allar rannsóknir sem hafa verið gerðar á smokknum byggst á dauðum hræjum. (Hreiðar Þór Valtýsson, 2011)

Lífsferill

breyta

Smokkar eru taldir vera gáfuðustu dýrin á meðal hryggleysingja þar sem þeir eru með mjög stóran heila sem er varinn í brjóskmyndaðri höfuðkúpu og mjög þróuð skynfæri.

Smokkar eru með stór og þróuð augu og nota sjón sína mikið og þá sérstaklega til að greina mun á rándýrum og bráð og til að eiga samskipti hvorn við annan.

Þegar rándýr ráðast á smokka deyja þeir ekki ráðalausir en þeir hafa þann eiginleika að geta breytt lit í samræmi við nágrenni mjög hratt, einnig geta þeir breytt líkamlegri lögun og áferð. Ef þessi felutækni virkar ekki eru smokkar með blekpoka á sér sem er staðsettur undir meltingarveginum og opnast inn í endaþarminn og geta sprautað þessu bleki og myndað stórt ský og látið sig hverfa á örskot stundu.

Smokkar eru bestu sunddýrin á meðal hryggleysingja en þeir eru með útblástursrör þar sem þeir dæla sjó í gegnum rörið og út á miklum krafti og ná fljótt miklum hraða. Á þessum tengli má sjá myndband af kolkrabba beita þessum aðferðum, semsagt sprauta bleki, aðlagast umhverfi (litabreyting) og synda hratt.

Lifnaðarhættir

breyta

Lífshættir smokkfiska og kolkrabba eru gjörólíkir.

Smokkfiskar

breyta

Smokkfiskar eru með 10 arma og eru mjög góð sunddýr og eru mun betur aðlagaðir til sunds en kolkrabbar og þar af leiðandi lifa þeir upp í vatnsmassanum. Smokkfiskar eru með leifar af skel inn í sér en enga að utan. Stærð smokkfiska getur farið frá örfáum cm að lengd og allt að 20 metrum að lengd. Smokkfiskar eru rándýr sem lifa á fiskum og öðrum smokkfiskum. (Hreiðar Þór Valtýsson, 2011)

Kolkrabbar

breyta

Kolkrabbar eru með 8 arma og eru með enga skel á sér. Stærð þeirra er frá 5 cm og geta orðið allt að 9 m. að lengd. Þeir lifa við botninn og eru mjög klókir að fela sig og geta troðið sér í skorur, geta skipt um lit og notað blek í varnaðarskyni. Eru rándýr sem lifa á kröbbum og humrum o.fl. (Hreiðar Þór Valtýsson, 2011)

Æxlun

breyta

Coleoidea hópur smokka lifir mjög hratt og vex mjög ört þar sem þessi hópur verður aðeins eins til tveggja ára gamall þar sem þeir hrygna aðeins einu sinni á lífsferli sínum og deyja þar af leiðandi að lokinni hrygningu.

Hængurinn er með sæðisarm kallaður hectocotylus sem hann notar til að sprauta sæðisfrumum inn í hrygnuna til að frjóvga hana. Þegar hrygnan er orðin frjó þá leggur hún litlum eggjum og deyr, þetta gerist hjá smokkfiskum og kolkröbbum.

Hjá kuggum er svipað ferli nema að hrygnurnar leggja stórum eggjum og geta hrygnað oftar en einu sinni. (Alexander I. Arkhipkin og Vladimir V. Laptikhovsky, 2010)

Þróun

breyta

Mjög erfitt er að skorða við innri þróunarsögu smokka og hafa mörgum sameindalíffræðilegum aðferðum verið beitt en niðurstöðurnar skorðast alltaf á við það náttúrulega. Eins og áður hefur komið fram eru smokkum skipt í tvo undirhópa, Nautiloids og Coleoids. Coleoids hópurinn er mun þróaðri hópur þar sem flest allar tegundir smokka tilheyra þessum undirhóp þar sem einungis kuggar eru í Nautiloid hópnum. (Jan Strugnell og Michele K. Nishiguchi, 2007)

Hemildir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.