Smallville (1. þáttaröð)

Smallville er bandarísk ofurhetjuþáttaröð. Sýningar á fyrstu þáttaröðinni hófust þann 24. október 2001 og þeim lauk 21. maí 2002. Þættirnir voru 21 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd.

Aðalleikarar

breyta

Tom Welling sem Clark Kent

Kristin Kreuk sem Lana Lang

Michael Rosenbaum sem Lex Luthor

Eric Johnson sem Whitney Fordman

Sam Jones III sem Pete Ross

Allison Mack sem Chloe Sullivan

Annette O'Toole sem Martha Kent

John Schneider sem Jonathan Kent

Gestaleikarar

breyta

John Glover sem Lionel Luthor

Sara-Jane Raymond sem Nell Potter

Mitchell Kosterman sem Ethan Miller fógeti

Robert Wisden sem Gabe Sullivan

Hiro Kanagawa sem H. James Kwan skólastjóri

Tom O'Brien sem Roger Nixon

Joe Morton sem Steven Hamilton læknir

Wendy Chmelauskas sem Laura Lang

Ben Odberg sem Lewis Lang

Jason Connery sem Dominic Senatori

Jade Unterman sem ung Lana Lang

Malkolm Alburquenque sem ungur Clark Kent

Matthew Munn sem ungur Lex Luthor

Chad E. Donella sem Greg Arkin

Ryan Kelley sem Ryan James

Lizzy Caplan sem Tina Greer

Shawn Ashmore sem Eric Summers

Cameron Dye sem Sam Phelan

Adrian Mcmorran sem Jeremy Creek

Catherine Barroll sem Betty Fordman

Þættir

breyta
Titill Sýnt í U.S.A. #
„Pilot“ 16. október 2001 1 – 101

Árið 1989 reið loftsteinaregn yfir smábæinn Smallville í Kansas. Í lofsteinaregninu missir Lana Lang foreldra sína og 9 ára gamall Alexander Luthor missir allt hárið sitt. Meðal lofsteinan lenti geimskip á kornarkri einum og fundu hjónin Jonathan og Martha Kent skipið og litla strákinn sem var í því. Þau tóku strákinn að sér og skírðu hann Clark. En Clark er enginn venjulegur strákur: hann hleypur hraðar en hljóð ferðast, er skotheldur og er jötunsterkur. 12 árum seinna er 14 ára Clark á fyrsta ári í Smallville High School ásamt vinum sínum Pete Ross og Chloe Sullivan sem vinna með honum á skólablaðinu og er hann einnig skotinn í Lönu Lang sem er á föstu með Whitney Fordman, liðstjóra ruðningsliðsins. En vandamálið er að Clark getur Clark ekki sagt vinum sínum leyndarmál sitt. Á meðan sendir Lionel Luthor son sin Alexander (nú kallaður Lex) til að hafa umsjón yfir áburðarverksmiðju LuthorCorps í Smallville og þarf hann að búa á Luthor-setrinu. Dag einn missir Lex stjórn á bílnum sínum og keyrir fram af brú. Clark bjargar Lex frá drukknun og verða þeir vinir. Clark gerist líka vinur Lönu Lang. En ekki er lífið alltaf ljúft því loftsteinarnir sem lentu fyrir 12 árum hafa stökkbeytt sumum íbúum bæjarins og gefuð þeim ofurkrafta og þarf Clark að nota eiginleika sína til að bjarga vinum sínum.

- Upphafsþættir sjónvarpsþátta fá oft nafnið "Pilot" sem þýðir einfaldlega upphafs- eða prufuþáttur.

Höfundar: Alfred Gough og Miles Millar, Leikstjóri: David Nutter

„Metamorphosis“ 24. október 2001 2 – 102

Skordýraáhugamaðurinn Greg Arkin er bitinn af loftsteinageislavirkum skordýrum og öðlast skordýrakrafta. Hann velur Lönu sem maka sinn og ætlar ekki láta neinn hindra sig. Á meðan reynir Lex að þakka Clark fyrir björgunina og reynir að fá Lönu til að falla fyrir honum. Clark uppgötvar að hann er með "ofnæmi" fyrir loftsteinunum.

- Titill þáttarins þýðir "Hamskipti" sem vísar til hamskipta sumra skordýra úr lirfu í fullvaxið skordýr og er einnig vísun í bókina Hamskiptin eftir Franz Kafka.

Höfundar: Alfred Gough og Miles Millar, Leikstjórar: Michael Watkins og Philip Sgriccia

„Hothead“ 31. október 2001 3 – 103

Walt Arnold ruðningsþjálfari sem vill vinna 200. leikinn sinn fær loftsteinakraft til að stjórna eldi og nýtir hann sér kraftinn til að drepa Kwan skólastjóra þegar hann hótar setja leikmenn hans í eftirsetu fyrir svindl. Chloe reynir að koma upp um Arnold sem gerir hana að skotmarki hans. Clark gengur í ruðningsliðið þrátt fyrir mótmæli Jonathans og Lana hættir að vera klappstýra og gerist gengilbeina á kaffihúsi. Lex lendir í erfiðleikum með föður sinn sem heimtar að Lex reki fjölda starfsfólk.

- Hothead þýðir einhver sem er skapbráður eins og Arnold þjálfari

Höfundur: Greg Walker, Leikstjóri: Greg Beeman

„X-Ray“ 7. nóvember 2001 4 – 104

Clark uppgötvar nýjan hæfileika: Röntgensjón og þarf Clark að læra að stjórna henni svo hann geti ráðið við Tinu Greer sem getur breytt sér í hvern sem henni sýnist og ætlar hún sér að drepa Lönu. Lex ræður slúðurblaðamannin Roger Nixon til að kanna hvað gerðist þegar hann keyrði fram af brúnni.

- Titill þáttarins þýðir "Röntgengeisli"

Höfundur: Mark Verheiden, Leikstjóri: James Frawley

„Cool“ 14. nóvember 2001 5 – 105

Ruðningskappinn Sean Kelvin festist í frostnu vatni sem er full af loftsteinum. Þegar hann losnar úr ísvatninu getur hann ekki haldið á sér hitanum og verður að stela líkamshita fólks og er Chloe meðal fórnalamba hans. Á meðan reynir Clark að bjóða Lönu út á stefnumót á meðan Whitney er ekki í bænum.

- Titill þáttarins þýðir "Svalur" eða "Kaldur"

Höfundur: Michael Green, Leikstjóri: James Contner

„Hourglass“ 21. nóvember 2001 6 – 106

Þegar Clark fær sjálfboða starf á elliheimilinu með Lönu kynnist hann Cassöndru Carver sem varð blind í loftsteinaegninu en fékk hæfileikann að sjá framtíð þeirra sem hún snertir. Hún segir Clark að einhver nálægt honum muni deyja bráðlega. Á meðan fellur hinn eldgamli Harry Bolston í tjörn fulla af loftsteinum og yngist. Í ljós kemur að rétt nafn hans er Harry Volk, dæmdur morðingi sem nýtir nýfundna æsku sína til að hefna sín afkomendum kviðdómendana sem komu honum í fangelsið.

- Titill þáttarins þýðir "Stundaglas"

Höfundur: Doris Egan, Leikstjóri: Chris Long

„Craving“ 28. nóvember 2001 7 – 107

Jodi Melville er þreytt á að vera feit og vill vera grönn fyrir afmælisveisluna hennar Lönu. Hún drekkur grænmetisdrykk unnin úr grænmetum sem uxi í mold þaktri loftsteinum. Skyndilega greinist hún um 15kg á nokkrum sekúndum. En hún brennir of miklu og þarf að sjúga mannsfitu til að lifa og Pete virðist vera fórnarlamb hennar. Clark ætlar að reyna koma ekki seint í afmælisveisluna hennar Lönu. Lex ræður Dr. Steven Hamilton til að rannsaka loftsteinana.

- Titill þáttarins þýðir "Löngun" og vísar til löngun Jodiar í mat

Höfundur: Michael Green, Leikstjóri: Philip Scriccia

„Jitters“ 11. desember 2001 8 – 108

Þegar Martha og Jonathan fara til Metropolis til að halda upp brúðkaupsafmælið þeirra, heldur Clark partí heima hjá sér. Í miðjum gleðskapnum finnur Clark Earl Jenkins í hlöðunni og hristist skringilega á nokkra mínútna fresti og Clark kemst ekki nálægt honum(hann fær sömu ólíðan og þegar hann er nálægt loftsteinum). Earl er lagðu inn á sjúkrahúsið og segist þurfa að komast á hæð þrjú (Level 3) í áburðaverksmiðjunni til að finna lækningu. Næsta dag fara nemendur frá Smallville High (Clark, Lana, Whitney, Pete og Chloe) í skoðunarferð um verksmiðjuna, tekur Earl alla til gíslingar nema hann fái að fara á hæð þrjú.

- Titill þáttarins þýðir "Skjálfti"

Höfundar: Cherie Bennett og Jeff Gottesfeld, Leikstjórar: Greg Beeman og Michael Watkins

„Rogue“ 15. janúar 2002 9 – 109

Þegar Clark ferðast til Metropolis þarf hann stöðva árekstur með ofurkröftunum sínum. Spillta löggan Sam Phelan sér þetta og mútar Clark til að vinna fyrir sig. Clark reynir að svíkja Phelan sem svarar með því að láta handtaka Jonathan. Á meðan Lex hittir gamla kærustu, Victoriu Hardwick, frá Bretlandi.

- Orðið rogue þýðir "Svikahrappur" en titllinn er að vísa til orðsins rogue cop sem þýðir spillt lögga

Höfundur: Mark Verheiden, Leikstjóri: David Carson

„Shimmer“ 29. janúar 2002 10 – 110

Það virðist sem að draugur sé að reyna að drepa Victoriu en Clark og Chloe telja þetta vera ósýnilega manneskju. Helst undir grun er hin unga Amy Palmer sem er skotin í Lex og hatar Victoriu. Whitney reynir að sætta sig við veikindi föður síns.

- Titill þáttarins þýðir "Gljái"

Höfundar: Mark Verheiden og Michael Green, Leikstjóri: D.J. Caruso

„Hug“ 5. febrúar 2002 11 – 111

Bob Rickman er sölumaður með loftsteinakraft sem gerir honum kleift að fá fólk til að gera hvað sem hann segir og vill kaupa landareign Kent-býlisins. Clark telur að einsetumaður Kyle Tippet sé sá eini sem getur sigrað Rickman.

- Titil þáttarins þýðir "Faðmlag"

Höfundur: Doris Egan, Leikstjóri: Chris Long

„Leech“ 12. febrúar 2002 12 – 112

Þegar Clark reynir að bjarga lúðanum Eric Summers (sem heldur á loftsteinum) verða þeir báðir fyrir eldingu. En leiðir til þess að Eric fæ ofurkraftana hans Clarks verður venjulegur maður. En Eric er fljótur að misnota kraftan og hefna sín á þeim sem stíddu honom og nú þarf Clark að stöðva hann. Lex telur að hann hafi keyrt á Clark á 100km hraða þegar hann keyrði fram af brúnni en þegar sér Clark meiddann skiptir hann um skoðun.

- Titill þáttarins þýðir "Blóðsuga" eða "Sníkjudýr"

Höfundur: Tim Schlattmann, Leikstjóri: Greg Beeman

„Kinetic“ 26. febrúar 2002 13 – 113

Fyrrum ruðningsleikmönnum tekst að ganga í gengnum veggi út af sérstökum húðflúrum. Þegar þeir reyna að ræna Luthor-setrið slasa þeir Chloe. Clark er miður sín fyrir að hafa ekki komið henni til bjargar. Whiteny sem er þunglyndir yfir að hafa misst háskólastyrkinn sinn gengur í lið með ruðningsleikmönnunum. Á meðan sannfærir Lana Lex að gera upp Talon-kvikmynda- og kaffihúsið og þau gerast sameiginlegir eigendur þess.

- Titill þáttarins þýðir eitthvað sem er orsakað af hreyfingu (kinetic energy/hreyfiorka)

Höfundur: Philip Levens, Leikstjóri: Robert Singer

„Zero“ 12. mars 2002 14 – 114

Fortíð Lex kemur til Smallville til að ásækja hann og lenda margir inn í því eins og Clark og Lana. Clark kemst að því að þetta tengist morðmáli sem Lex flæktist inn í fyrir mörgum árum í Metropolis. Á meðan fer Chloe kannski of langt með rannsókn á Clark fyrir skólaverkefni.

- Titillinn vísar til "Club Zero" og móttó klúbbsins "Zero Consequences"

Höfundur: Mark Verheiden, Leikstjóri: Michael Katleman

„Nicodemus“ 19. mars 2002 15 – 115

Dr. Steven Hamilton tekst að rækta útdautt blóm sem kallast Nicodemus með hjálp loftsteinanna en blómið hefur alvarleg áhrif á fólk og breytir persónuleika þess. Jonathan rífur kjaft við Lex og ætlar að drepa fostjóra lánastofunar fyrir gefa honum ekki lán, Lana stippar fyrir Clark og Pete ætlar að drepa Lex.

Höfundar: Michael Green og Greg Walker, Leikstjóri: James Marshall

„Stray“ 16. apríl 2002 16 – 116

Ryan James er strákur sem getur lesið hugsanir annars fólks og stjúpforeldrar hans nota hann til að fremja rán. Ryan strýkur en verður fyrir bíl Mörthu Kent. Kent-hjónin bjóða honum að gista en hann þykist hafa minnisleysi þannig að Clark og Chloe ákveða rannsaka málið. Ryan grunar að það er eitthvað bogið við Clark þegar hann getur ekki lesið hugsanir hans. Á meðan heimtar Lionel að Lex flytji aftur til Metropolis.

- Titill þáttarins þýðir "Flækingur"

Höfundar: Philip Levens, Leikstjóri: Paul Shapiro

„Reaper“ 23. apríl 2002 17 – 117

Tyler Randall reynir að fremja líknardráp á dauðvona móður sinni en dettur niður gluggan þegar er reynt að handtaka hann. Tyle deyr en loftsteinademantur í armbandinu hans lífgar hann við og gefur honum hæfileikan breyta fólki í ösku. Tyler ákveður að nota þetta til að linna þjáningar dauðvona fólks og faðir Whitneys er einn af þeim. Clark reynir komast hjá því að fara í veiðitúr með föður sínum.

- Titill þáttarins er vísun í Grim Reaper sem er persónugervingur dauðans

Höfundur: Cameron Litvak, Leikstjóri: Terrence O'Hara

„Drone“ 30. apríl 2002 18 – 118

Nú eru kosningar um næsta formann nemendafélags miðskólans en einhver er að senda býflugnasveima til að ryðja keppnautunum úr vegi. Pete tilnefnir Clark sem frambjóðanda. Lana þarf að sigra keppinaut sinn, Beanary-kaffihúsið og Lex þarf að kljást við blaðakonu.

- Titill þáttarins þýðir "Karlbýfluga"

Höfundar: Philip Levens og Michael Green, Leikstjóri: Michael Katleman

„Crush“ 7. maí 2002 19 – 119

Chloe verður fúl út í Clark þegar hann gleymir að kaupa miða á blaðamannaráðstefnu vegna þess að hann var að hjálpa Lönu. Chloe hittir seinna listamanninn Justin Gaines sem missti rithöndina sína í bílslysi en hefur öðlast hæfileikan að hreyfa hluti með huganum og fellur hún fyrir honum sem gerir Clark öfundsjúkan. En Justin ætlar sér að hefna sín á ökumanninum sem keyrði á hann.

- Titill þáttarins þýðir "(bein)brot" eða "Stundahrifning"

Höfundar: Philip Levens, Alfred Gough og Miles Millar, Leikstjóri: James Marshall

„Obscura“ 14. maí 2002 20 – 120

Eftir að hafa lent í sprengingu nálægt loftsteinum fær Lana nýjan hæfileika: hún getur séð úr augunum á mannræningja sem rændi Chloe. Clark fattar hvað Chloe er honum mikils virði og ákveður að bjóða henni á vorballið. Eftir að Clak bjargar Chloe, ræðst mannræninginn næst á Lönu. Á meðan finna Lex og Dr. Hamilton átthyrndan disk úr óþekktum málmi þar sem loftsteinarnir lentu.

- Titill þáttarins vísar til orðsins "camera obscura" sem sérstök lýsingartækni í kvikmyndum

Höfundar: Mark Verheiden, Michael Green og Greg Walker, Leikstjóri: Terrence O'Hara

„Tempest“ 21. maí 2002 21 – 121

Clark býður Chloe á vorballið og Whitney ákveður að ganga í landgönguliðið en þarf að fara kvöldið sem vorballið verður. Roger Nixon tekst að ná upptöku af Clark í sprengingu og ætlar að afhenda Lex hana en Lex rekur hann og vill að hann haldi sér frá Clark. Lionel lætur loka áburðaverksmiðjunni og Lex reynir að fá starfsmennina til að hjálpa sér að opna hana aftur. Eftir að Lana skutlar Whitney á rútustöðina skellur fárviðri á og fellibylsviðvörun er gefin. Nixon tekst að ná myndbandi af geimskipinu hans Clarks og ætlar sér að upplýsa heiminn um Clark Kent. Jonathan hleypur á eftir honum í óveðrinu og geimskipið fer í gang og flýgur burt. Lionel og Lex rífast og óveðrið skemmir setrið sem slasar Lionel og nú þarf Lex að velja hvort hann vilji bjarga föður sínum eða láta hann deyja. Clark yfirgefur Chloe til að bjarga Lönu sem sogast inn í risastóran fellibyl og Clark hleypur á eftir henni...

- Titill þáttarins þýðir "Óveður"

Höfundar: Alfred Gough og Miles Millar, Leikstjóri: Greg Beeman