Franz Kafka
þýskumælandi höfundur frá Prag (1883–1924)
Franz Kafka (3. júlí 1883 – 3. júní 1924) er eitt af höfuðskáldum 20. aldarinnar. Verk hans eru gjarnan kennd við tilvistarstefnu. Hann var af gyðingaættum, fæddur í Prag sem þá var í Austurríki-Ungverjalandi en er nú í Tékklandi, og skrifaði á þeim tæplega 40 árum sem hann lifði nokkrar skáldsögur ásamt smásögum, sem flestar voru fyrst gefnar út að honum látnum. Meðal höfuðverka hans eru Hamskiptin og Réttarhöldin.
Tenglar
breyta- Franz Kafka; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1965
- Tvær sögur eftir Franz Kafka; birtust í Lesbók Morgunblaðsins 1983
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Franz Kafka.