Smaladrengirnir er hljómsveit, sem var stofnuð árið 1996 og voru fyrstu meðlimir hennar Bragi Þór Valsson, Óskar Þór Þráinsson, Viktor Már Bjarnason og Fjalar Sigurðarson. Fyrsta verkefni sveitarinnar var að spila í Gettu betur fyrir hönd MH. Ári síðar gengu þeir Hugi Þórðarson, Hjörtur Þorbjörnsson og Jóhannes Baldvin Jónsson í sveitina, og á vormánuðum 1998 Daníel Brandur Sigurgeirsson, en þá voru þeir Viktor og Fjalar hættir.

Sumarið 1998 léku Smaladrengirnir í Galtalæk og voru þá skipaðir þeim Braga, Óskari, Huga, Hirti, Jóhannesi og Daníel. Eftir það hættu þeir Hjörtur og Jóhannes og komst hópurinn þar með í endanlega mynd.

Vorið 1999 tók hópurinn þátt í Músíktilraunum og lék lögin Whiskey on the way, Í Músíktilraunum, og Fiskarnir tveir. Ekki tókst þeim að komast úr undankeppninni en fengu þá umsögn hjá gagnrýnendum keppninnar að þeir hefðu sæmt sér vel á Íslandsmótinu í félagsvist. Tvö þessara laga rötuðu svo á fyrstu og einu breiðskífu hljómsveitarinnar, Strákapör, sem var gefin út haustið 2001.

Hópurinn hefur svo leikið við ýmis tækifæri, þá aðallega á árshátíðum, afmælum, þorrablótum, kaffisamsætum, fermingum og öðrum samkomum.

Útgefið efni breyta

Breiðskífur breyta