Skrápgreni (Picea asperata; (kínv.=yun shan)) er grenitegund ættuð úr vestur Kína, frá austur Qinghai, suður Gansu og suðvestur Shaanxi suður til vestur Sichuan.

Skrápgreni
Picea asperata að vaxa í Jiuzhaigou Valley, Sichuan, Kína (ekki fullvaxið)
Picea asperata að vaxa í Jiuzhaigou Valley, Sichuan, Kína (ekki fullvaxið)
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. asperata

Tvínefni
Picea asperata
Mast.[2]
Samheiti
  • Picea asperata var. asperata[3]

Lýsing breyta

Þetta er meðalstórt sígrænt tré, 25 til 40 metra hátt fullvaxið, með stofnþvermál að 1.5 metra. Sprotarnir eru rauðgulbrúnir, með gisinni hæringu. Barrið er nálarlaga, 1 til 2,5 sm langt, tígullaga í þversniði, grágrænt til blágrænt með áberandi loftaugarásum. Könglarnir eru sívalir til keilulaga, 6 til 15 sm langir og 2 til 3 sm breiðir, og verða ljósbrúnir við þroska 5 til 7 mánuðum eftir frjóvgun, og eru með stífar, ávalalar til mjúkyddar köngulskeljar.

Afbrigði breyta

Þetta er breytileg tegund með nokkur afbrigði skráð. Þeim var fyrst lýst sem sjálfstæðum tegundum (og eru enn skráð þannig hjá sumum höfundum), þó að munurinn sé smávægilegur, og sum eru kannski ekki einusinni aðskilin ef heildarstofninn sé skoðaður:

  • Picea asperata var. asperata. könglar 6-12 sm; köngulskeljar með ávölum enda.
  • Picea asperata var. aurantiaca (syn. P. aurantiaca). sprotar rauðgulir.
  • Picea asperata var. heterolepis (syn. P. heterolepis). Sprotar hárlausir; köngulskeljar með "rhombic" enda.
  • Picea asperata var. ponderosa. Könglar stórir, 12-15 sm.
  • Picea asperata var. retroflexa (syn. P. retroflexa). Sprotar gulleitir.

Verndun breyta

Þessi tegund er í augnablikinu ekki skráð sem ógnað, en hefur minnkað nýlega vegna skógarhöggs Kínverja.[1]

Ræktun á Íslandi breyta

Á Íslandi hefur skrápgreni þrifist þokkalega.[4] Það mun vera til á nokkrum stöðum, eins og t.d. Hallormsstöðum (plantað 1963)[5] og Lystigarðinum á Akureyri (plantað 1984).[6]

Nytjar breyta

P. asperata er stundum ræktað sem prýðistré í Evrópu og Norður Ameríku.

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Assessors: Conifer Specialist Group (1998). Picea asperata in IUCN 2010“. IUCN Red List of Threatened Species. Version 2010.1. International Union for Conservation of Nature and Natural Resources. Afrit af uppruna á júní 5, 2011. Sótt 30. mars 2010.
  2. In: J. Linn. Soc., Bot. 37: 419. 1906 „Plant Name Details for Picea asperata. IPNI. Sótt 30. mars 2010.
  3. Picea asperata. The Plant List. Afrit af upprunalegu geymt þann 18 maí 2019. Sótt 26. mars 2015.
  4. Sigurður Blöndal (1998). „Met á Héraði - Laufblaðið“ (PDF). Skógræktarfélag Íslands. Sótt nóv 2020.
  5. Sigurður Blöndal (1999). „Rauðgrenitrén við Jökullæk og nágrannar“ (PDF). Skógræktarfélag Íslands. Sótt nóv 2020.
  6. „Skrápgreni (Picea asperata)“. Lystigarður Akureyrar. Sótt nóv 2020.

Ytri tenglar breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist