Skottfura

Tegund furutrés
(Endurbeint frá Skottufura)

Skottfura (fræðiheiti Pinus balfouriana) er hálendisfura sem er einlend í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Tveir aðskildir hópar eru annars vegar í suðurfjöllum Klamath Mountains (subspecies balfouriana) og hins vegar í suðurfjöllum Sierra Nevada[2] (subspecies austrina). Hún hafði einnig verið tilkynnt í suður Oregon, en það reyndist ranggreint.[3]

Skottfura

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
section Parrya
subsection Balfourianae
Tegund:
P. balfouriana

Tvínefni
Pinus balfouriana
Balf.
Útbreiðsla Pinus balfouriana
Útbreiðsla Pinus balfouriana

Lýsing

breyta
 
Skottfura í Sierra Nevada.

P. balfouriana verður 10-20 m há, einstaka sinnum 35 m, með bol sem verður að 2 m í þvermál. Barrnálarnar eru 5 saman í búnti (eða stundum fjórar í suðurfjöllum Sierra Nevada) með hálfvaranleg barrslíður, og 2-4 sm langar, gljáandi dökkgrænar að utan, og hvítar að innan; þær haldast í 10–15 ár. Könglarnir eru 6-11 sm langir, dökkfjólubláir í fyrstu og verða rauðbrúnir við þroska, með mjúkum sveigjanlegum köngulskeljum með 1 mm gaddi fyrir miðju.

Útbreiðsla

breyta

P. balfouriana er við skógarmörk í 1.950-2.750 m hæð í Klamath Mountains, og 2.300-3.500 m hæð í Sierra Nevada.

Talið er að P. balfouriana geti náð allt að 3.000 ára aldri í Sierra Nevada, þó er hæsti staðfesti aldur 2.110 ár. Í Klamath-fjöllum er aldur aðeins að 1.000 árum.

 
í "Yolla Bolly-Middle Eel Wilderness" (Klamath-fjöllum).

Skyldar tegundir

breyta

P. balfouriana er náskyld broddfurum, í undirættkvíslinni Balfourianae; hún hefur blandast Pinus longaeva í ræktun, en engir blendingar þekkjast í náttúrunni.

Tilvísanir

breyta
  1. Farjon, A. (2013). Pinus balfouriana. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42345A2974187. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42345A2974187.en. Sótt 9. janúar 2018.
  2. Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 83. ISBN 1-4027-3875-7.
  3. Kauffmann, Michael E. (2012). Conifer Country. Kneeland, CA: Backcountry Press. ISBN 978-0-578-09416-8.OCLC 798852130.

Viðbótarlesning

breyta

Ytri tenglar

breyta
   Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.