Skjóldalur
65°29.95′N 18°14.73′V / 65.49917°N 18.24550°V
Skjóldalur er dalur sem gengur vestur úr Eyjafjarðardal og er mynni dalsins milli fjallana Möðrufells (901 m.y.s) og Hests (1227 m.y.s). Dalurinn er um 8 km langur. Eftir dalnum rennur samnefnd á Skjóldalsá sem sameinast Eyjafjarðará við bæinn Torfur. Innst á dalnum er Kambsskarð, en um það liggur leið inn á Þverárdal og Hóladal sem ganga í suðaustur úr Öxnadal. Bæirnir Gilsbakki, Árbakki og Yzta-Gerði eru við mynni dalsins.