Skagfjörðsskáli er í Langadal sem er í Þórsmörk. Þórsmörk er ekki í alfaraleið en til að komast þangað þarf að fara yfir margar óbrúaðar ár líkt og Krossá og Steinsholtsá sem eru afar vatnsmiklar og því einungis hægt að komast yfir á breyttum jeppum eða rútum. Áhugaverðir staðir að skoða á leiðinni í Langadal frá þjóðveginum eru til dæmis Hvanngjá, Stakkholtsgjá og fleira.

Valahúkur

Skagfjörðsskáli er rekinn af Ferðafélagi Íslands og er upphafs- eða endastaður þeirra sem ganga gönguleiðna um Laugaveginn. Skálinn er með góðri aðstöðu stóru anddyri, tveimur eldhúsum sem er útbúið eldhúsáhöldum, stórum matsal og er svefnrými fyrir 75 manns í kojur. Sér hús er með salernum og sturtum á svæðinu. skálaverðir eru á svæðinu á sumrin frá 15. maí til 30. september.

Valahnúkur er fjall rétt vestan við skálann og er mjög vinsælt að klífa hann auk þess sem hægt er að fara fjölmargar fagrar gönguleiðir um svæðið.

Heimildir

breyta