Skólavarðan (Skálholti)

Skólavarðan í Skálholti er ferhyrndur turn hlaðinn úr ótilhöggnu grjóti. Talið er að hún hafi fyrst verið hlaðin sem varðturn á 13. eða 14. öld. Hún varð síðar aðalfundarstaður skólapilta í Skálholti. Þá var hefð fyrir því að piltar sem komu til skólans að hausti hittust við vörðuna og þar fóru fram vígsluathafnir fyrir nýnema. Enn má sjá leifar af Skólavörðunni í Skálholti. Rétt fyrir aldamótin síðustu, líklega 1997 var hún hlaðin upp.

Skömmu eftir að skólinn var fluttur frá Skálholti til Reykjavíkur 1786 hlóðu skólapiltar nýja skólavörðu á Skólavörðuholti í Reykjavík.


Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.