Skógláp (e. shoegaze) er ákveðin tegund rokktónlistar sem gengst upp í tilraunamennsku og notast mikið við allavega hljóðhrifatæki. Skógláparar forvinna oft tónlistina og skapa svokallaða hljóðveggi og einnig sérstakt „hljóðlandslag“ (e. soundscape) til að skapa vissa stemmingu. Hugtakið skógláp dregur nafn sitt af sviðsframkomu þeirra sem leika tónlistina, en þeir eru yfirleitt fremur látlausir og virðast vera að horfa á skóna sína. Oftast á það við um gítarleikarana. Í raun og veru eru þeir þó að fást við hljóðhrifatækin sem stjórnað er með fótunum og liggja á sviðsgólfinu.

My Bloody Valentine
My Bloody Valentine á tónleikum 2008.

Skógláparar voru ekki kraftmiklir flytjendur og gáfu ekki áhugaverð viðtöl sem hamlaði þeim að brjótast fram í markaðssenuna í Bandaríkjunum. Hljómsveitirnar náðu yfirráðum í Bresku tónlistarsenunni í þrjú ár, en árið 1992 þá tók gruggið (e. grunge) við og ýtti skóglápurunum til hliðar.[1] Stefnan ruddi sér til rúms seint á 9. áratug 20. aldar og er hljómplata My Bloody Valentine Isn't anything oft talin marka upphaf stefnunnar. Dinosaur Jr., The Jesus & Mary Chain og The Cocteau Twins voru einnig mjög áberandi í stefnunni. Stefnan þróaðist áfram og hljómsveitir eins og Ride breyttu sinni stefnu og bættu við sækadelíu sjöunda áratugar á meðan hljómsveitin Cocteau Twins þróaðist út í drauma popp (e. dream pop).[2]

Stíll

breyta

Það er mikil ádeila um sannar skóglápara hljómsveitir og sumir telja að þær séu aðeins örfáar vegna þess hversu sérstakur hljómur hljómsveitanna er. Kevin Shields sem var einn af sköpurum skóglápara stefnunnar úr hljómsveitinni My Bloody Valentine sagði að hljómsveitin hans hafði hljóm sem hann líkti við ló/kuski á nál (e. fluff on the needle). Hljómsveitin notaði hljóðhrifatæki til að skapa svokallaðan gítar hljóðvegg sem var svo há að hún náði að grafa sönginn undir langvarandi gítarhljómi. Áhrifshljóðin létu hljóminn vara í sínum eigin tónlistarheimi, með söng, bassa og trommum sem voru undirlögð af gítarhljómum og sínus-bylgjum (e. sine-waves).[3] Skógláp var ekki gert fyrir augað heldur aðeins fyrir það sem kallaðist hreint hljóð (e. pure sound). Hljóðið í tónlistinni var alltaf óbærilega hátt með löngum gítar riffum og afskræmdum bylgjum (e. waves of distortion).[4]

Hljómsveitirnar notuðust mikið við hljóðhrifatæki, óvenjulega magnaranotkun og voru með tilraunastarfsemi í hljóðupptökuverum. Tímaritið Sounds sáu þessar hljómsveitir á sviði og út frá því bjuggu þeir til nafnið "skógláparar" eða "shoegazing". Þannig varð til slangur sem festist við stefnuna. Tilraunastarfsemi þeirra við hljóðhrifatækin voru innbástur fyrir nafnið og var það svo stytt í "shoegaze" seinna meir.[5]

“Fyrir okkur þá tengdist þetta mest þeim staðreyndum að við vorum ekki það góð í að syngja og spila á sama tíma, þannig að við þurftum að horfa á gítarinn allan tímann til að sjá. Við spiluðum mikið af barre-nótum (e. barre chords)], nótur sem fara upp og niður hálsinn á gítarnum, þannig að þú varst að einbeita þér mest að því." Sagði Andy Sherriff, söngvari og gítarleikari í Chapterhouse [6]

Ride og My Bloody Valentine voru mjög mikið á móti rokki í tónlist sem þeir sköpuðu. Mark Gardener, aðalsöngvari úr hljómsveitinni Ride hafði þetta að segja um hljómsveitina sína:

"Við vildum ekki nota sviðið sem kynningu á okkur sjálfum, eins og stóru hljómsveitirnar á okkar tíma gerðu, eins og U2 og Simple Minds. Við kynntum okkur sem venjulegt fólk, hljómsveit sem vildu láta aðdáendur okkar vita að þau gætu gert það sama og við."[7]

Einkennandi plötur fyrir stefnuna

breyta

My Bloody Valentine

breyta

Hljómsveitin My Bloody Valentine er talin vera upphafshljómsveit skóglápara stefnunnar. Meðlimir stofnuðu hljómsveitina í Dublin, Írlandi og það var ekki fyrr en þeir gáfu plötuna Isn‘t anything árið 1988 að hljómsveitin byrjaði að slá í gegn. Hún setti nokkurskonar staðla skóglápara stefnunnar og varð mjög vinsæl í Bretlandi sem leiddi til þess að þeir náðu athygli Sire/Warner Bros sem urðu útgáfufyrirtæki þeirra í Bandaríkjunum.[8] Í dag er hljómsveitin ennþá gífurlega vinsæl og gefur nýjum skóglápurum mikinn innblástur.

Senan sem fagnar sjálfum sér

breyta

Skógláp var einnig kallað "senan sem fagnar sjálfum sér" út af nánu sambandi á milli skóglápara hljómsveita sem voru uppi á þeim tíma. Í staðin fyrir að vera í samkeppni þá fögnuðu þau hvor öðru og spiluðu á tónleikum hvors annars, eyddu tíma og fóru á bari saman. [9] Miki_Berenyi úr hljómsveitinni Lush sagði að "senan sem fagnar sjálfum sér" hafi verið uppfinning Steve Sutherland, sem var þá ritstjóri Melody Maker. Upprunalega var sú staðhæfing hrós fyrir stefnuna því að allir voru vinalegir og stuðningsamir fyrir hvort annað. Það tíðkaðist að hljómsveitir voru mjög skaðsamar og eigingjarnar gangvart keppinautum sínum.[10]

Tískan

breyta

Það sem var mjög einkennandi fyrir skóglápara var tískan og viðhorf tónlistarmanna sem barst með stefnunni. Strákar voru venjulegast með mikið sítt hár, þröngum gallabuxum og í stórum leðurjökkum. Tónlistarmennirnir gengu mikið í svörtu og hvítu og röndóttum bolum. Tónlistarmennirnir stóðu á sviðinu og voru með hreyfingarlausan/slakan flutning á tónlistinni og störðu venjulegast á sviðið á meðan þeir voru að spila.[11] Adam Franklin Söngvari og gítarleikari Swervedriver hafði þetta að segja um tískuna:

“Skógláp var ekki í uppáháldi þegar það fyrst byrjaði. Að hluta til hugsaði maður um hljómsveitirnar með sitt síða hár, í röndóttum skyrtum og í Chelsea stígvélum."[12]

Endir stefnunnar og ný byrjun

breyta

Talið er að stefnan hafi endað þegar draumakennda skóglápara bandið Slowdive flosnaði upp árið 1995. Hún kom þó aftur saman síðar. Upphaflega stefnan hafði þá brennt út og fer ekki aftur að sjást fyrr en um 2010 og var þá kölluð nu-gaze.[13]

Heimildir

breyta
  1. „Shoegaze“, allmusic, sótt 7. maí 2013
  2. „Shoegaze“, allmusic, sótt 7. maí 2013
  3. „Genre profile - Shoegaze“ Geymt 29 mars 2013 í Wayback Machine, About.com, sótt 7. maí 2013
  4. „Shoegaze“, allmusic, sótt 7. maí 2013
  5. „Genre profile - Shoegaze“ Geymt 29 mars 2013 í Wayback Machine, About.com, sótt 7. maí 2013
  6. „Vapour Trails: Revisiting Shoegaze“ Geymt 22 október 2014 í Wayback Machine, XLR8R, sótt 8. maí 2013
  7. „Diamond Gazers“, The Guardian, sótt 8. maí 2013
  8. „My Bloody Valentine“, Allmusic, sótt 8. maí 2013
  9. „Shoegaze - The Scene That Celebrates Itself; A Brief History Lesson.“, whenthesunhits, sótt 8. maí 2013
  10. „Vapour Trails: Revisiting Shoegaze“ Geymt 22 október 2014 í Wayback Machine, XLR8R, sótt 8. maí 2013
  11. „How to be a Shoegazer“ Geymt 25 júní 2013 í Wayback Machine, Wikihow, sótt 8. maí 2013
  12. „Vapour Trails: Revisiting Shoegaze“ Geymt 22 október 2014 í Wayback Machine, XLR8R, sótt 8. maí 2013
  13. „Genre profile - Shoegaze“ Geymt 29 mars 2013 í Wayback Machine, About.com, sótt 7. maí 2013