Sjónvarpsveruleiki

Sjónvarpsveruleiki á við um marga ólíka hluti í veruleikanum sem eiga það sameiginlegt að þeir væru ekki til eða væru allt öðruvísi en þeir eru ef ekki væri fyrir sjónvarpið. Hugtakið er notað til að lýsa bæði breytingum sem orðið hafa t.d. á íþróttum til að gera þær sjónvarpsvænni, alls kyns viðburðum (t.d. mótmælum) sem eru skipulagðir sérstaklega með sjónvarpið í huga og því hvernig ólíkar fylkingar eða sjónarmið magna upp andstöðu fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Í hugtakinu felst gagnrýni á þá bjartsýnu hugmynd sem naut fylgis á 8. áratugnum að sjónvarpið gæti endurspeglað veruleikann á hlutlægan hátt með nýrri hreyfanlegri upptökutækni. Hugtakið sjónvarpsveruleiki vísar til þess að um leið og myndavélin er komin á staðinn tekur veruleikinn mið af henni. Í hugtakinu getur líka falist sá dómur að eitthvað sé óekta og ómarktækt af því það er hannað með fjölmiðla í huga.

Sjónvarpsveruleiki er dæmi um áhrif fjölmiðla.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.