Raunveruleikaáhrif

Raunveruleikaáhrif eru í kvikmyndagerð þau áhrif á áhorfandann að honum finnst hann vera að horfa á eitthvað raunverulegt en ekki leikið og skáldað. Raunveruleikaáhrif eru búin til með því að brjóta markvisst ýmsar formreglur kvikmyndagerðar. Dæmi um þetta er t.d. að gera upptökutækin sýnileg með því að láta kvikmyndatökuvélina hristast með hreyfingum leikaranna og gera áhorfendur þannig meðvitaða um kvikmyndatökumanninn, sýna hljóðnema í mynd og láta leikara tala beint í myndavélina, notast við venjulegt fólk og óundirbúið tal í stað menntaðra leikara og handrits. Dæmi um kvikmynd sem notast mikið við raunveruleikaáhrif til að skapa spennu er The Blair Witch Project.

Ýmsar skyldar aðferðir þekkjast úr bókmenntum þar sem sagan er t.d. sett upp sem dagbók eins og í skáldsögunni Drakúla. Roland Barthes tengdi raunsæi í bókmenntum við notkun ekfrasis eða lýsingu á verki og kallaði það raunveruleikaáhrif.

Tengt efni breyta