Sikileyjarþinur

Sikileyjarþinur (Abies nebrodensis) er þintegund frá Nebrodi- og Madonie-fjöllum á Norður-Sikiley. Þetta er meðalstórt sígrænt barrtré sem verður 15 til 25 metra hátt, með stofnummál að 1 metra. Hann vex í 1400 til 1600 metra hæð yfir sjávarmáli og vegna skógareyðingar er hann orðinn óhemju sjaldgæfur. Aðeins 21 fullþroska tré eru enn á lífi og endurræktunaráætlanir hafa borið mjög takmarkaðan árangur vegna mikillar beitar búfjár bænda af svæðinu. Þinurinn er skráður á válista IUCN sem tegund í mikilli útrýmingarhættu [2]

Sikileyjarþinur
Abies nebrodensis
Abies nebrodensis
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. nebrodensis

Tvínefni
Abies nebrodensis
(Lojac.) Mattei
Útbreiðslusvæði
Útbreiðslusvæði

Þrátt fyrir vísindanafnið sem vísar til Nebrodi-fjalla, einskorðast tegundin nú orðið við brattar, þurrar hlíðar Scalonefjalls í Madonie-fjallgarði á norðanverðri Mið-Sikiley.

Barrnálar hans eru flatar, 1,5 til 2,5 cm langar, 2 mm breiðar og 0,5 mm þykkar, gljáandi grænar að ofan en með tvær grænhvítar loftaugnarákir að neðan. Endar barrnálanna eru snubbóttir og sýldir, en stundum getur sýlingin orðið hvöss, sérstaklega á sprotum hátt á eldri trjám. Könglarnir eru 10 til 16 cm langir og um 4 cm í þvermál, með um það bil 150 hreisturblöð, hvert með tvemur vængjuðum fræjum. Könglarnir sundrast við þroska og losa fræin.

Sikileyjarþinur er náskyldur evrópuþini, Abies alba, sem tekur við af honum í Appennínafjöllum í Ítalíu og annars staðar norðar í Evrópu. Sumir grasafræðingar líta á Sikileyjarþin sem afbrigði af Evrópuþin, þ.e. Abies alba var. nebrodensis.

TilvísanirBreyta

  1. Snið:IUCN2013.2 - Gagnagrunns færslan inniheldur stutta skýringu á því hvers vegna þessi tegund er bráðri hættu og hvaða forsendur eru notaðar.
  2. IUCN 2010. IUCN Red List of Threatened Species. Version 2010.1. <http://www.iucnredlist.org>. Sótt 11 Mars 2010.

Ytri tenglarBreyta


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist