Jörundur Þorsteinsson (formaður Fram)
Jörundur Þorsteinsson (13. mars 1924 – 15. apríl 2001) var skrifstofumaður, knattspyrnudómari og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
Ævi og störf
breytaJörundur fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hann lék knattspyrnu með öllum flokkum Fram og tók þátt á fyrsta Íslandsmótinu í handknattleik árið 1940 sem leikmaður í öðrum flokki. Kunnastur varð hann þó af dómarastörfum sínum, en hann sinnti dómgæslu í þrjátíu ár frá 1944-74 og var því næst eftirlitsdómari fram á áttræðisaldurinn.
Hann var formaður Knattspyrnudómarasambands Íslands 1978-79.
Jörundur sat í stjórn Fram og var formaður 1954-55. Skömmu fyrir andlátið var hann útnefndur heiðursfélagi í Fram.
Fyrirrennari: Sigurður Halldórsson |
|
Eftirmaður: Haraldur Steinþórsson |