Sigurður E. Jónsson

Sjá aðgreiningarsíðu fyrir aðra einstaklinga sem heita Sigurður Jónsson.

Sigurður E. Jónsson (24. september 192117. nóvember 1966) var íslenskur knattspyrnumaður, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg forstjóri og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf

breyta

Sigurður var verkstjóri hjá Pípugerð Reykjavíkur þegar hann lést langt fyrir aldur fram, 45 ára að aldri. Hann var þá kunnur fyrir störf sín að íþróttamálum.

Sigurður var lék í mörg ár með meistaraflokki Fram í knattspyrnu og varð Íslandsmeistari árið 1939. Hann þótti harðsnúinn varnarmaður, en var einnig vítaskytta í Íslandsmeistaraliðinu. Á þeim tíma var það óþekkt að varnarmenn væru látnir taka vítaspyrnur.

Utan vallar stjórnaði Sigurður lengi knattspyrnunefnd Fram og var formaður félagsins á árunum 1961-64. Á þeim tíma reyndi félagið árangurslaust að þrýsta á um að Reykjavíkurborg stæði við loforð sitt um nýtt félagssvæði í Kringlumýri.


Fyrirrennari:
Jón Magnússon
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19611964)
Eftirmaður:
Jón Þorláksson