Anna frá Moldnúpi
íslenskur rithöfundur (1901-1979)
(Endurbeint frá Sigríður Anna Jónsdóttir)
Anna frá Moldnúpi (Sigríður Anna Jónsdóttir) (20. janúar 1901-28. september 1979) var íslenskur rithöfundur og þekktur ferðasagnahöfundur og er einna kunnust fyrir bók sína: Fjósakona fer út í heim.
Sigríður fæddist í Gerðakoti undir Vestur-Eyjafjöllum en fluttist ung með foreldrum sínum, Jóni Eyjólfssyni og Sigríði Þórðardóttur, að Moldnúpi, en við þann stað kenndi hún sig alla tíð. Sigríður Anna Jónsdóttir varð um fimmtugt kunn af bókum sem hún skrifaði um ferðalög sín erlendis. Hún skrifaði 7 bækur: ferðasögur, minningar og ævintýri, en síðasta bók hennar var æviágrip föður hennar.