Sigríður Þorgeirsdóttir

Sigríður Þorgeirsdóttir (fædd 1958) er íslenskur heimspekingur og prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún varð árið 1997 fyrst kvenna til að verða fastráðinn kennari í heimspeki við skólann.

Íslensk heimspeki
Heimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Nafn: Sigríður Þorgeirsdóttir
Fædd/ur: 1958
Skóli/hefð: meginlandsheimspeki, femínísk heimspeki
Helstu ritverk: Birth, Death, and Femininity: Philosophies of Embodiment,
The Body Unbound: Philosophical Perspectives on Religion, Embodiment, and Politics,
Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki
Helstu viðfangsefni: Heimspeki Nietzsches, femínísk heimspeki, lífheimspeki, fyrirbærafræði
Áhrifavaldar: Friedrich Nietzsche, Hannah Arendt, Simone de Beauvoir, Immanuel Kant, Hans-Georg Gadamer

Menntun

breyta

Sigríður lauk B.A.-prófi frá Boston-háskóla árið 1981. Hún stundaði framhaldsnám við sama skóla og við Freie háskólann í Berlín. Þaðan lauk hún M.A.-prófi árið 1988. Mastersritgerð hennar nefndist „Der Begriff 'décadence' in der Philosophie Nietzsches“. Sigríður lauk doktorsprófi frá Humboldt-háskólanum í Berlín árið 1993. Bók sem byggðist á doktorsritgerð hennar kom út árið 1996 og nefndist Vis Creativa : Kunst und Wahrheit in der Philosophie Nietzches. Sigríður er formaður akademískrar stjórnar EDDU öndvegisseturs og formaður stjórnar GET (Gender Equality Training) sem er alþjóðlegur jafnréttisskóli við HÍ og samstarfsverkefni HÍ og utanríkissráðuneytisins.

Helstu ritverk

breyta
  • Birth, Death, and Femininity: Philosophies of Embodiment (ásamt R.M. Schott (ritstj.), V. Songe-Möller, S. Heinämaa) (Bloomington: Indiana University Press, 2010).
  • The Body Unbound: Philosophical Perspectives on Religion, Embodiment, and Politics (ritstj. ásamt Marius Timman Mjaaland og Ola Sigurdson) (Cambridge: Cambridge Scholars Press, 2010).
  • Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2001).
  • Simone de Beauvoir: heimspekingur, rithöfundur, femínisti (ritstj. ásamt Irmu Erlingsdóttur) (Reykjavík: Rannsóknastofa í kvennafræðum, Háskólaútgáfan, 1999).
  • Fjölskyldan og réttlætið: ráðstefnurit (ritstj. ásamt Jóni Á. Kalmanssyni og Magnúsi D. Baldurssyni) (Reykjavík: Háskóli Íslands, Siðfræðistofnun, 1997).
  • Vis Creativa: Kunst und Wahrheit in der Philosophie Nietzches (Würzburg: Königshausen & Neumann, 1996).

Tengill

breyta

Vefsíða Sigríðar Þorgeirsdóttur

   Þetta æviágrip sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.