She's the Man
She's the Man er bandarísk rómantísk-gamanmynd frá árinu 2006 með Amöndu Bynes í aðalhlutverki. Myndinni er leikstýrt af Andy Fickman og er lauslega byggð á leikriti Williams Shakespeare, Twelfth Night. Aðrir leikarar myndarinnar eru Channing Tatum og David Cross. Hún kom út 17. mars 2006 í Bandaríkjunum og Kanada; 6. apríl í Ástralíu og 7. apríl í Bretlandi.
She's the Man | |
---|---|
Leikstjóri | Andy Fickman |
Handritshöfundur | Karen McCullah Lutz Kirsten Smith |
Framleiðandi | Lauren Shuler Donner Tom Rosenberg Gary Lucchesi |
Leikarar | Amanda Bynes Channing Tatum Laura Ramsey Vinnie Jones Robert Hoffman Alex Breckenridge Julie Hagerty David Cross |
Kvikmyndagerð | Greg Gardiner |
Klipping | Michael Jablow |
Tónlist | Nathan Wang |
Dreifiaðili | DreamWorks |
Frumsýning | 17. janúar 2006 |
Lengd | 105 mínútúr |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | Leyfð Öllum |
Ráðstöfunarfé | $20,000,000 |
Söguþráður
breytaViola Hastings (Amanda Bynes) er menntaskólastelpa sem spilar fótbolta en kemst síðan að því að stelpnaliðið í skólanum hennar, Cornwall, hefur verið lagt niður. Eftir að hafa lagt til að fá að spila með strákunum, og verið neitað, finnur hún leið til þess að spila með erkifjendum Cornwall, Illyria.
Tvíburabróðir Violu, Sebastian (James Kirk) sem líkist henni í útliti, á að fara í Illyria sem nýr nemandi. En hann vill frekar fara með hljómsveitinni sinni til London að spila þar. Sebastian biður Violu um að hylma yfir honum með því að hringja í skólann og segja að hann sé veikur og foreldrum þeirra (sem eru skildir) að hann sé hjá hinu foreldrinu.
Viola ákveður í staðinn að þykjast vera Sebastian og ganga til liðs við strákaliðið í fótbolta í Illyria. Hún vonar að hún geti sigrað Cornwall og niðurlægt ástúðlegan en jafnframt kynþáttamismunarann og fyrrum kærastann, Justin (Robert Hoffman) sem hefur dregið úr henni kjark til þess að ganga í liðið. Með hjálp vina sinna, Paul (Jonathan Sadowski), Kiu (Amanda Crew) og Yvonne (Jessica Lucas), verður Viola fljótlega Sebastian.
Í Illyria lendir Viola í herbergi með Duke Orsino (Channing Tatum), sætum strák sem er líka í fótboltaliðinu. Kia og Yvonne samþykkja að hjálpa Violu að búa sér til orðspor sem getur gert hana vinsæla og þykjast vera ástfangnar af Sebastian bróður hennar. Viola, í dulargervi, hættir líka með kærustu alvöru Sebastians, Monique (Alex Breckenridge), þar sem hún þolir hana ekki. Duke og vinir hans kaupa atriði Violu, Kiu og Yvonne og fer að líka vel við hana en hæfileikar Violu í fótboltanum eru ekki nógu góðir svo að hún komist í aðalliðið sem fær að keppa á móti Cornwall. Það lítur allt út fyrir það að Viola geti ekki keppt á móti Cornwall eftir allt saman.
Eftir að hafa eytt miklum tíma með Duke, áttar Viola sig á því að hún er ástfangin af honum. En Duke er hrifinn af annarri stelpu, vísindafélaga Violu, Oliviu (Laura Ramsey). Í skiptum fyrir hjálp Violu til þess að fá Oliviu út með sér samþykkir Duke að hjálpa Violu að komast í aðalliðið. Aukaæfingarnar borga sig þegar Dinklage þjálfari (Vinnie Jones) færir hana upp í aðalliðið.
Þann tíma sem Viola hefur verið í Illyria hefur hún ruglað alla með því að vera með túrtappa í töskunni sinni, fengið bolta í klofið og að hún finni ekki til, skyndileg kvenleg álit hennar og svo skyndilega breytast í karlmannlegri álit. Gold skólastjóri hefur einnig séð hana klóra sér undir hárkollunni og heldur að hún þjáist af hárlosi (e. male pattern baldness).
Þegar hér er komið við sögu er Olivia orðin hrifin af „Sebastian“. Þar sem Sebastian er ekki hrifinn af henni, ákveður Olivia að fara út með Duke til þess að gera hann afbrýðissaman. Á meðan komast Monique og Malcolm Feste (James Snyder) (sem er hrifinn af Oliviu og er afbrýðissamur út í Violu sem Sebastian) að því að Viola er að leika Sebastian.
Söguþráðurinn flækist þegar hinn raunverulegi Sebastian snýr aftur frá London, fyrr en áætlað var. Þegar hann kemur til Illyria, hleypur Olivia að honum og kyssir hann. Duke sér það og heldur að herbergisfélaginn hans hafi svikið hann. Hann fleygir Violu út úr herberginu.
Daginn sem stóri leikurinn fer fram, koma Monique og Malcolm upp um Violu við Gold skólastjóra (David Cross). En vegna þess að Viola hefur sofið yfir sig, er hinn raunverulegi Sebastian settur á völlinn og spilar í þeirri stöðu sem systir hans á að vera í. Skólastjórinn stoppar leikinn, ákveðinn í því að komast að sannleikanum, en Sebastian sannar að hann sé raunverulega strákur með því að girða niður um sig. Í hálfleik útskýrir Viola stöðuna fyrir Sebastian og þau skipta um stöðu.
Duke er ennþá mjög reiður út í „Sebastian“ og neitar að gefa Violu boltann. Hún reynir að útskýra fyrir honum að hún sé í rauninni stelpa, og sannar það fyrir Duke og öllum með því að sýna á sér brjóstin. Þjálfarinn ákveður að láta Violu halda áfram að spila og segir þjálfaranum frá Cornwall að í Illyria sé enginn kynjamismunun. Illyria vinnur leikinn í framlenginu þegar Viola skorar með því að plata fyrrum kærastann sinn, Justin.
Allir í Illyria verða sáttir eftir sigurinn, nema Duke sem er sár út í Violu. Hún býður Duke á dansleik í sveitaklúbbnum sem mamma hennar er í með því að senda bróður sinn með pakka af osti (sem tengist því þegar hún lagði til að hann myndi tala um ost við Oliviu) og boðskort á ballið. Hún býður eftir honum í garðinum en ruglar saman Duke og manninum sem kveikir á úðurunum í garðinum, vegna skuggans. Duke endar á því að birtast fyrir aftan Violu. Síðan fara þau á ballið, þar sem þau eru kynnt saman á sviðinu og kyssast. Við lok myndarinnar sýnir það Violu og Duke að leika saman í fótboltaliðinu í Illyria.
Leikarar
breyta- Amanda Bynes sem Viola/Sebastian Hasting
- Channing Tatumsem Duke Orsino
- Laura Ramsey sem Olivia Lennox
- David Cross sem Gold skólastjóri
- Vinnie Jones sem Dinklage þjálfari
- Alex Breckenridge sem Monique Valentine
- Julie Hagerty sem Daphne
- James Kirk sem Sebastian Hastings
- Robert Hoffman sem Justin Drayton
- Jonathan Sadowski sem Paul Antonio
- Amanda Crew sem Kia
- Jessica Lucas sem Yvone
- James Snyder sem Malcolm Feste
- Robert Torti sem Pistonek þjálfari
- Lynda Boyd sem Cheryl
- Brandon Jay McLarensem Toby
- Emily Perkinssem Eunice Bates