Sex Education eru breskir sjónvarpsþættir sem voru skapaðir af Laurie Nunn fyrir Netflix. Þættirnir gerast í Moordale framhaldsskólanum og fjalla um líf nemenda þar sem þeir takast á við hinar ýmsu hliðar kynlífs og kynþroska. Meðal leikara eru Asa Butterfield, Gillian Anderson, Ncuti Gatwa, Emma Mackey, Connor Swindells, Kedar Williams-Stirling, Aimee Lou Wood, Tanya Reynolds og Patricia Allison.

Sex Education
Búið til afLaurie Nunn
Leikarar
  • Asa Butterfield
  • Gillian Anderson
  • Ncuti Gatwa
  • Emma Mackey
  • Connor Swindells
  • Kedar Williams-Stirling
  • Alistair Petrie
  • Mimi Keene
  • Aimee Lou Wood
  • Chaneil Kular
  • Simone Ashley
  • James Purefoy
  • Tanya Reynolds
  • Patricia Allison
  • Mikael Persbrandt
  • Anne-Marie Duff
Tónskáld
  • Matt Biffa
  • Ciara Elwis
  • Ruby Wasmuth
  • Fiona Cruickshank
  • Sam Thompson
Upprunaland Bretland
FrummálEnska
Fjöldi þátta32
Framleiðsla
FramleiðandiJon Jennings
Lengd þáttar47–59 mín
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðNetflix
Sýnt11. janúar 2019 –
Tenglar
Vefsíða

Þættirnir voru fyrst frumsýndir 11. janúar 2019 og eru þáttaraðirnar nú orðnar þrjár en áætluð frumsýning á þriðju seríu er 17. september 2021. Þættirnir hafa fengið góða dóma víða og þykja hafa tekist vel á við heit og viðkvæm umræðuefni eins og fóstureyðingar, hefndarklám, drusluskömm og það að koma út úr skápnum. Þar að auki hefur þeim verið hrósað fyrir fjölbreytta persónusköpun bæði þegar litið er til þjóðernis, húðlitar, kynhneigðar og kynvitundar.

Söguþráður

breyta

Sex Education snýst að mestu leiti um hinn 16 ára gamla Otis Milburn. Otis er frekar vandræðalegur unglingur en er óvenju fróður um kynlíf, þar sem móðir hans er kynlífsráðgjafi. Besti vinur hans er hinn lífsglaði Eric Effiong, samkynhneigður sonur innflytjenda frá Ghana og Nígeríu. Síðan er það „svala“ stelpan Maeve Wiley, sem er afburðarnemandi en kemur frá brotnu heimili. Maeve kemst að því að Otis veit furðulega mikið um kynlíf og leggur til að þau stofni saman kynlífsráðgjafaþjónustu í skólanum til að græða pening. Aðrar persónur eru Adam Groff, sonur skólastjórans sem er duglegur að níðast á samnemendum sínum og leggja þá í einelti en undir niðri er Adam að glíma við mikið óöryggi og sjálfsfyrirlitningu; Jackson Marchetti, formaður nemendafélagsins og aðal íþróttastjarnaskólans sem á í erfiðleikum með að uppfylla kröfur og væntingar foreldra sinna; Ruby, Anwar og Olivia eru vinsælustu krakkarnir í skólanum sem tilheyra klíku sem kallast „The Untouchables“; Aimee Gibbs, meðlimur „The Untouchables“ en er leynilega besta vinkona Maeve; Lily Iglehart, sérvitur stelpa sem þráir ekkert heitar en að missa meydóminn. Fleiri persónur koma við sögu eins og mamma Otis, Jean; Jakob Nyman, sænskur pípulagningarmaður, og dóttir hans Ola.


Leikarar og persónur

breyta

Aðalpersónur

breyta
  • Asa Butterfield sem Otis Milburn
  • Gillian Anderson sem Jean Milburn
  • Ncuti Gatwa sem Eric Effiong
  • Emma Mackey sem Maeve Wiley
  • Connor Swindells sem Adam Groff
  • Kedar Williams-Stirling sem Jackson Marchetti
  • Alistair Petrie sem Michael Groff
  • Mimi Keene sem Ruby Matthews
  • Aimee Lou Wood sem Aimee Gibbs
  • Chaneil Kular sem Anwar
  • Simone Ashley sem Olivia Hanan
  • James Purefoy sem Remi Milburn
  • Tanya Reynolds sem Lily Iglehart
  • Patricia Allison sem Ola Nyman
  • Mikael Persbrandt sem Jakob Nyman
  • Anne-Marie Duff sem Erin Wiley

Aukapersónur

breyta
  • Jim Howick sem Colin Hendricks
  • Rakhee Thakrar sem Emily Sands
  • Samantha Spiro sem Maureen Groff
  • Hannah Waddingham sem Sofia Marchetti
  • Sharon Duncan-Brewster sem Roz Marchetti
  • DeObia Oparei sem Hr. Effiong
  • Doreene Blackstock sem Fr. Effiong
  • Lisa Palfrey sem Cynthia
  • Joe Wilkinson sem Jeffrey
  • Jojo Macari sem Kyle
  • Chris Jenks sem Steve Morley
  • Edward Bluemel sem Sean Wiley
  • Sami Outalbali sem Rahim
  • Chinenye Ezeudu sem Viv Odusanya
  • George Robinson sem Isaac Goodwin
  • Conor Clarke McGrath sem Courgette Conor
  • George Somner sem Joe
  • George Georgiou sem Yousef
  • Lino Facioli sem Dex
  • Conor Donovan sem Quentin
  • Dua Saleh sem Cal Bowman

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Sex Education (TV series)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt Ágúst 2021.

   Þessi dægurmenningagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.