Serena Williams
Serena Williams (f. 26. september 1981) er bandarísk fyrrum tenniskona. Hún er talin hafa verið ein besta tenniskona heims. Serena er brautryðjandi í íþróttum kvenna því hún jók mjög áhuga á tennis, auk þess að vera svört kona í íþrótt þar sem leikmenn eru oftast hvítir. Á ferlinum vann Serena 23 stórmót.
Æviágrip
breytaSerena fæddist 26. september 1981 í Saginaw, Michigan. Foreldrar Serenu eru þau Richard Williams og Oracene Price. Serena er yngst af 5 systrum,ein þeirra er Venus Williams sem er einnig heimsfræg tenniskona. Foreldrar Serenu höfðu alltaf mikinn metnað fyrir hönd dætra sinna þegar kom að íþróttum. Þau sáu að tennis lá vel fyrir Serenu og byrjuðu að læra um íþróttina með því að lesa bækur og horfa á myndbönd svo þau gætu byrjað að þjálfa stelpurnar sjálf. Hjónin voru ekki efnuð og tennisæfingar voru of dýrar fyrir þau. Fjölskylda Serenu flutti til Compton í Kaliforníu og byrjaði Serena þá að spreyta sig í tennis, þá aðeins 3 ára.
Systurnar æfðu í marga klukkutíma á dag á almenningstennisvelli. Árið 1991 tók Serena þátt í sínu fyrsta tennismóti „Junior United states Tennis Association Tour“ og sigraði í aldursflokkinum fyrir ofan sig.
Fjölskyldan flutti þá til Palm Beach í Flórída þar sem Rick Macci tók við þjálfun þeirra. Það var í fyrsta sinn sem að menntaður tennisþjálfari kenndi þeim, því fram að því höfðu foreldrar séð um þjálfun þeirra.
Serena spilaði sinn fyrsta leik sem atvinnumaður aðeins 14 ára gömul í Quebec gegn Annie Miller. Serena tapaði þeim leik og spilaði ekki annan leik fyrr en áður 1997.
Serena vakti athygli vegna þess að hún leit ekki út eins og tenniskonur gerðu oft fram að því. Hún braut niður margar staðalmyndir í íþróttinni þar sem hún var ekki hvít né grönn og foreldrar hennar voru fátæk. Serena er stórgerð og vöðvastælt og hikaði ekki við að sýna tilfinningar sínar á vellinum. Einnig klæddi Serena sig í litrík föt sem féllu ekki að ríkjandi tískuviðmiðum í tennis þess tíma.[1]
Serena og Venus systir hennar kepptu í tvíliðaleik og unnu saman 14 titla. Þar á meðal var gull á Ólympíuleikum 2000, 2008 og 2012.
Heimildir
breyta„Biography: Serena Williams“. National Women's History Museum (enska). Sótt 18. apríl 2024.
- ↑ „Biography: Serena Williams“. National Women's History Museum (enska). Sótt 18. apríl 2024.