Seltulauf (fræðiheiti: Cladonia strepsilis) er tegund fléttna af bikarfléttuætt. Seltulauf finnast á Íslandi en þó aðeins á nokkrum stöðum á Austurlandi. Það er á válista sem tegund í útrýmingarhættu (EN) hér á landi.[1]

Seltulauf
Seltulauf.
Seltulauf.
Ástand stofns

Í útrýmingarhættu Náttúrufræðistofnun Íslands[1]
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Bikarfléttuætt (Cladoniaceae)
Ættkvísl: Bikarfléttur (Cladonia)
Tegund:
Seltulauf (Cladonia strepsilis)

Tvínefni
Cladonia strepsilis
(Ach.) Grognot[2]

Ólíkt mörgum öðrum bikarfléttum mynda seltulauf nær aldrei þalgreinar heldur vex sem hreistrótt blaðflétta.

Hið íslenska nafn seltulaufa vísar til vaxtarstaðar þeirra sem er yfirleitt nærri sjó.[3]

Búsvæði á Íslandi breyta

Seltulauf finnst aðeins á nokkrum stöðum á Austfjörðum frá Hornafirði til Borgarfjarðar. Þau vaxa á jarðvegi einkum nálægt sjávarsíðunni.[3]

Efnafræði breyta

Seltulauf innihalda fléttuefnin baeomycinsýru, strepsilin og squamatinsýru. Þalsvörun seltulaufa er K-, C+ græn, KC-, P+ skærgul. Hin græna C þalsvörun er einsdæmi í íslensku fléttuflórunni og því má nota auðvelt greiningareinkenni fyrir tegundina.[3]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
  2. Hörður Kristinsson & Starri Heiðmarsson (2009). Skrá yfir fléttur á Íslandi. Sótt af vefsvæði Flóru Íslands.
  3. 3,0 3,1 3,2 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8