Selormur (fræðiheiti Pseudoterranova decipiens) eða þorskormur eru hringormur sem eru sníkjudýr í selum og fiskum. Lokahýslar selorms eru selir. Selormslirfur eru ljósbrúnar og um 2-4 sm langar. Ormurinn finnst oft upprúllaður í fiskholdi í bandvefshylki sem fiskar mynda til að einangra sníkjudýrið.

Pseudoterranova decipiens
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Þráðormar (Nematoda)
Flokkur: Secernentea (eða Chromadorea)
Ættbálkur: Ascaridida (eða Rhabditida)
Ætt: Ascarididae
Ættkvísl: Pseudoterranova
Tegund:
P. decipiens

Tvínefni
Pseudoterranova decipiens
(Krabbe, 1878)
Lífsferill selorms og hvalorms (Anisakis simplex)

HeimildirBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.