Seattle
borg í Washingtonfylki í Bandaríkjunum
(Endurbeint frá Seattle, Washington)
Seattle er borg í norðvesturhluta Bandaríkjanna í Washingtonfylki á milli Puget-sunds og Washingtonvatns. Áætlaður íbúafjöldi árið 2016 var um 704 þúsund en 3,7 milljónir eru í borginni að meðtöldum nágrannabyggðum. Seattle er þekkt sem fæðingarstaður gruggtónlistar og kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Borgin heitir eftir Seattle höfðingja frumbyggja svæðisins.
Sýning 21. aldarinnar var haldin í borginni árið 1962.
Íþróttir
breyta- Seattle Sounders FC, knattspyrna.
- Seattle SuperSonics, (1967-2008) körfubolti.
- Seattle Seahawks, amerískur fótbolti.
- Seattle Mariners, hafnabolti.
- Seattle Kraken, íshokkí.