Scott Ramsey er íslenskur knattspyrnumaður af skoskum ættum. Hann hefur leikið fyrir yngri flokka Glasgow Rangers og með skoskum neðri deildar félögum. Á Íslandi hefur hann spilað með KR, Keflavik ÍF og UMF Grindavík. Ramsey var dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar árið 2005 fyrir það að hafa orðið manni að bana á skemmtistað í Keflavík.[1] Hann er giftur íslenskri konu og er með íslenskan ríkisborgararétt.

Tilvísanir

breyta
  1. „Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Ramsey“[óvirkur tengill] á Vísir.is 23. mars 2006 (Skoðað 13. maí 2011).
   Þetta æviágrip sem tengist knattspyrnu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.