San Teódóros
San Teódóros er skáldað Mið-Ameríkuland sem kemur fyrir í nokkrum Tinnabókum eftir Hergé. Ekkert eitt land er fyrirmynd San Teódóros en í því má finna vísanir í Bólivíu, El Salvador og Mexíkó. Landinu var fyrst lýst í myndasögunni Skurðgoðið með skarð í eyra sem birtist sem framhaldssaga í Le Petit Vingtième frá 1935 til 1937.
San Teódóros er sagt stofnað af José Olivaro hershöfðingja (hugsanleg vísun í Simón Bolívar og José de San Martín). Landið er bananalýðveldi undir herforingjastjórn þar sem ólíkar herforingjaklíkur fremja regluleg valdarán ýmist undir forystu vinar Tinna Alkasars eða Tapíóka, erkióvinar hans.