Skurðgoðið með skarð í eyra

Skurðgoðið með skarð í eyra / Arumbaya-skurðgoðið eða L'Oreille Cassée (Brotna eyrað) eins og hún heitir á frummálinu, er myndasögubók eftir belgíska teiknarann Hergé og hluti af myndasöguseríum hans Ævintýri Tinna (Les Aventures de Tintin) og er sjötta bókin. Bókin var fyrst gefin út 1937 og svo gefin út í lit 1943. Bókin var gefin út árið 1975 á Íslandi í þýðingu Lofts Guðmundssonar. Árið 2022 var bókin endurútgefin af Froski útgáfu í þýðingu Anítu K. Jónsdóttur og fékk þá heitið Arumbaya-skurðgoðið

Skurðgoðið með skarð í eyra
(L'Oreille cassée)
Kápa ensku útgáfu bókarinnar
ÚtgefandiCasterman
Útgáfuár1937
RitröðÆvintýri Tinna
Höfundar
HandritshöfundarHergé
ListamaðurHergé
Upphafleg útgáfa
Útgefið íLe Petit Vingtième
Dagsetning útgáfu5. desember 1935 - 25. febrúar 1937
TungumálFranska
Þýðing
ÚtgefandiFjölvi
Útgáfuár1977
ÞýðendurLoftur Guðmundsson og Þorsteinn Thorarensen
Tímatal
UndanfariBlái Lótusinn, 1936
FramhaldSvaðilför í Surtsey, 1938


Söguþráður breyta

Skurðgoði einu er stolið úr þjóðfræðisafninu í bænum sem Tinni býr í. Tinni er einn blaðamannanna sem rannsakar málið. Daginn eftir er skurðgoðinu skilað með nafnlausu bréfi sem segir ástæðuna fyrir stuldinum hafa verið veðmál. Skurðgoðið var í eign Arúmba-indjánaflokksins í Suður-Ameríku. Tinni les bók um þá og kemst að því að skurðgoðið var með skarð í hægra eyranu en því sem var skilað var með bæði eyrun ósködduð.

Tinni fréttir síðan af tréskurðarmanni að nafni Balthasar sem var myrtur. Tinna grunar að hann tengist málinu og fer heim til Balthasars. Hann kemst að því að Balthasar var greinilega myrtur og sá eini sem getur sagt honum hver myrti hann er páfagaukur Balthasars. En því miður hafði suður-amerískur maður fengið hann. En Tinni finnur hvar hann á heima og laumast þangað. Suður-Ameríkubúinn (sem heitir Ramón), ásamt félaga sínum, Alfonso Peres, ætla líka að nota páfagaukinn til að finna út hver myrti Balthasar. Páfagaukurinn endurtekur hinstu orð eiganda síns: "Ródrígó Tortilla! Þú myrðir mig!" Þeir komast að því að Tortilla er á leið til Suður-Ameríkuríkisins San Theodóros með skipinu Ljónafossi.

Þeir ferðast með skipinu og finna Tortilla og myrða hann. Tinni hafði líka komist um borð og lætur handtaka þá. Tinna kemst að því að skurðgoðið sem þeir fengu hjá Tortilla var falsað. En Ramón og Peres eru kunningjar herforingja í Los Dópíkos og hann kennir Tinna um hryðjuverk og er Tinni handtekinn og skráður í aftöku um dögun. En þegar aftakan á að hefjast verður bylting og Alkasar hershöfðingi steypir einræðisherranum Tapíóka. Hann gerir Tinna að aðstoðarliðsforingja sínum.

Sem aðstoðarliðsforingi hafnar Tinni samning olíufélags vegna stríðs, og ráða þeir launmorðingjann Pabló til að drepa Tinna. Peres og Ramón eru enn á kreiki og vilja koma Tinna fyrir kattanef. Ramón og Pabló reyna drepa Tinna sama kvöldið, og vita ekki hvor um annan. Báðum mistekst og Ramón sleppur og Tinni sýnir Pabló vægð. Ramón og Peres komast að því að skurðgoðið sem Tortilla var með var falsað og ræna Tinna, því þeir halda að Tinni viti hvar rétta skurðgoðið er og Tinni lýgur því að það sé um borð í Ljónafossi og tekst síðan að handtaka þá. Olíufélagið falsar gögn um að Tinni sé að hjálpa Nuevo Rico, óvinaborg Las Dópíkos, og Alkasar lætur dæma hann til dauða. En Pabló bjargar Tinna og honum tekst að flýja.

Tinna lendir í frumskógum Suður-Ameríku nálægt Arúmba-indjánunum og hittir landkönnuðinn Ridgewell sem týndist en býr í raun með Arúmba-indjánunum. Tinni kemst að því að Arúmba-indjánarnir gáfu landkönnuðinum Walker skurðgoð að gjöf en túlkurinn Lópes stal töfrademanti í eigu Arúmbana og faldi hann í skurðgoðinu. Arúmba-idjánarnir komust að þessu og drápu nær alla leiðangursmennina en Walker komst undan með skurðgoðið en vissi ekki af demantinum. Tinni heldur síðan áfram að leita að rétta skurðgoðinu en hittir Peres og Ramón, sem hafa komist að því að Ljónafoss sökk og vita að Tinni laug. Tinna tekst handsama þá og heldur heim.

Heima finnur Tinni þúsundir eftirlíkinga af skurðgoðinu í búð í eigu bróður Balthasars sem fékk frummyndina frá honum. Hann segir Tinna að hann hafi selt ameríska milljónamæringnum, Samúel Gullfæti, frummyndina. Tinni kemst að því sá er um borð í skemmtiferðaskipi og fer um borð og finnur skurðgoðið. En Peres og Ramón eru líka um borð og komast að því að Gullfótur væri með frummyndina. Mennirnir slást um skurðgoðið og falla með demantinum útbyrðis en aðeins Tinni finnst. Peres, Ramón og demanturinn hurfu eins og jörðin hefði gleypt þá. Tinni skilar svo skurðgoðinu á þjóðfræðisafnið.