San Antonio
(Endurbeint frá San Antonio (Texas))
San Antonio er borg í Texas í Bandaríkjunum. Hún heitir í höfuðið á heilögum Antoníusi frá Padúa, en spænskur leiðangur áði í dalnum á nafnadegi hans árið 1691. Borgin stendur við San Antonio-ána og trúboðskirkjan Alamo þar sem orrustan um Alamo fór fram árið 1836 er í borginni. Borgin er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og um 20 milljónir manna heimsækja borgina árlega. Meðal þess sem dregur ferðamenn að er San Antonio River Walk, net gangbrauta og brúa við ána þar sem hún rennur gegnum borgina.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist San Antonio.