Samtök glæpasagnahöfunda
Samtök glæpasagnahöfunda (enska: The Crime Writers' Association) eru samtök höfunda glæpasagna sem verðlauna rithöfunda glæpasagna ár hvert með verðlaunum sem kennd eru við rýtinga. Félagar í samtökunum eru yfir 450 og rita bæði skáldsögur og sannsögulegar bækur.
Verðlaun
breyta- Gullrýtingurinn, fyrir bestu glæpasöguna. Veitt árlega frá 1955.
- Alþjóðlegi rýtingurinn, fyrir bestu glæpasöguna í enskri þýðingu. Höfundur og þýðandi deila verðlaununum. Veitt árlega frá 2006.
- Ian Fleming stálrýtingurinn, fyrir bestu spennusöguna í anda James Bond.
- Gullrýtingur fyrir sanna glæpasögu, fyrir bestu sönnu glæpasöguna. Veitt annaðhvort ár.
- John Creasy rýtingurinn, fyrir bestu fyrstu glæpasögu höfundar. Einnig nefndur "Ferskt blóð"-rýtingurinn.
- Bókasafnsrýtingurinn. Til glæpasagnahöfundar sem "veitir lesendum mesta ánægju nú um stundir".
- Nýliðarýtingurinn. Veittur óútgefnum höfundi sem hefur sent inn besta fyrsta kaflann og útdrátt í árlega samkeppni Samtaka glæpasagnahöfunda.
- Cartier demantsrýtingurinn. Heiðursverðlaun.
- Silfurrýtingurinn, fyrir næstbestu glæpasöguna. Verðlaunin eru ekki lengur veitt.
- CWA Smásagnaverðlaunin, fyrir bestu glæpasmásöguna birta á ensku.
- Ellis Peters verðlaunin, fyrir bestu sögulegu glæpasöguna.
- Síðasta-hláturs-rýtingurinn, fyrir skoplegustu glæpasöguna. Verðlaunin eru ekki lengur veitt.
Heimildir
breyta- „The Crime Writers' Association“, vefur Samtaka glæpasagnahöfunda.