Samræði gegn náttúrulegu eðli
Samræði gegn náttúrulegu eðli voru lög á Íslandi sem áttu að banna kynlíf milli tveggja karlmanna ásamt öðru kynlífi sem þótti ekki siðsamlegt. Þau voru hluti af heildstæðum hegningarlögum sem Alþingi samþykkti árið 1869. Þau voru í notkun þangað til núgildandi hegningarlög tóku við árið 1940.
178. grein gömlu hegningarlaganna hljómaði svona
178. gr. hegningarlaga “Samræði gegn náttúrulegu eðli varðar betrunarhúsvinnu”[1]
Þessi lög eru þýðing frá dönskum hegningarlögum frá 1866, en þar var tekið fram að átt væri við munnmök og endaþarmsmök milli karlmanna. [2]
Lögunum var beitt fjóru sinnum á meðan þau voru við gildi[3].
- 1924 Guðmundur Sigurjónsson Hofdal dæmdur fyrir samræði með karlmanni
- 1928 Maður ákærður fyrir kynlíf með dýri
- 1928 Unlingspiltur ákærður fyrir að nauðga 6 ára dreng
- 1928 Ekki vitað
Heimildir
breyta- ↑ Lovsamling for Island XX, bls. 218.
- ↑ „Den store Sædelighedssag, 1906-07“. danmarkshistorien.dk (danska). Sótt 20. apríl 2024.
- ↑ Þorvaldur Kristinsson (2017). Glæpurinn gegn náttúrulegu eðli. Kafli í "Svo veistu að þú varst ekki hér".