Saga Englands (Hume)

Saga Englands (e. The History of England) er rit í sex bindum eftir skoska heimspekinginn David Hume. Það kom út á árunum 1754 til 1762. Saga Englands var langvinsælasta rit Humes á meðan hann lifði og var það rit sem frægð hans hvildi einkum á. Rit hans um heimspeki, Ritgerð um mannlegt eðli, Rannsókn á skilningsgáfunni og Rannsókn á frumatriðum siðfræðinnar, hlutu ekki mikla eftirtekt fyrr en að Hume látnum, einkum eftir að prússneski heimspekingurinn Immanuel Kant kvað Hume hafa vakið sig af „værum kreddublundi“. Hume hagnaðist verulega á útgáfu Sögu Englands enda þótt hún hafi ekki selst í jafn mörgum eintökum og rit hans um heimspeki.

Hume vann að endurskoðaðri útgáfu Sögu Englands til æviloka árið 1776.