Þórir Baldursson
Íslenskur tónlistarmaður
Þórir Valgeir Baldurson (f. 29. mars 1944 í Keflavík) er íslenskur tónlistarmaður sem hefur bæði sungið og leikið á ýmis hljóðfæri. Einnig hefur hann samið lög og útsett fyrir fjölmarga tónlistarmenn, bæði á Íslandi og víða erlendis. Foreldrar Þóris voru Baldur Júliusson og Margrét Hannesdóttir.[1]
Þórir stofnaði sína fyrstu hljómsveit 12 ára í Keflavík, en hefur síðan þá leikið með fjölmörgum hljómsveitum og í annars konar samstarfi, meðal annars Savanna-tríóið. Hann á langan feril sem upptökustjóri og útsetjari og hefur starfað meðal annars með Donnu Summer, ABBA, Elton John og Grace Jones.
Sjá einnig
breytaTenglar
breytaHeimildir
breyta- ↑ RÚV, Rás 2, mars 2018, Árið er - Þórir Baldursson Geymt 30 mars 2018 í Wayback Machine Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson