Sögur af sviðinu

(Endurbeint frá Sögur af Sviðinu)

Sögur af sviðinu er íslensk söngleikjaplata með Selmu og Hönsu frá árinu 2002.

Sögur af sviðinu
Hljómplata
FlytjandiSelma og Hansa
Gefin út2002
StefnaSöngleikjatónlist
Lengd51:30
ÚtgefandiSena
StjórnKjartan Valdemarsson
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Tímaröð Selma og Hansa
Life Won't Wait

(2000)

Sögur af Sviðinu

(2002)

Sögur af Konum

(2006)

Framleiðsla

breyta

Samstarf Selmu og Hönsu hófst árið 1998 þegar þær léku saman í söngleiknum Grease. Árið 2001 ákváðu þær að halda jólatónleika í Vesturporti og Borgarleikhúsinu með eingöngu söngleikjalögum. Tónleikarnir heppnuðust svo vel að Skífan sýndi verkefninu áhuga og vildi gefa út geisladisk með þessum lögum í flutningi þeirra.[1]

Gagnrýni

breyta

Sögur af sviðinu fékk góða dóma frá gagnrýnendum þar á meðal frá Sveini Halldórssyni hjá Morgunblaðinu sem sagði að á plötunni hefði „ekki verið kastað til höndum heldur unnið markvisst að því að finna hverju sígildu lagi þann búning sem hendtaði flytjendum best án þess að falla í þann farveg að endurtaka gamlar klisjur í útsetningunni.”[2]

Lagalisti

breyta
  1. I Know Him So Well
  2. Can't Help Loving that Man of Mine
  3. Send in the clowns
  4. Over the Rainbow
  5. Anything You Can Do
  6. Two Ladies
  7. Out Here on My Own
  8. Is it Okay If I Call You Mine?
  9. Take Me or Leave Me
  10. Find out What They Like
  11. Class
  12. Ne Me Quitte Pas
  13. Því ást mín er öll hjá þér
  14. Gettu hver hún er?

Heimildir

breyta
  1. (19. október 2002), Aldrei liðið betur, DV
  2. Sveinn Halldórsson (12. október 2002), Lög fyrir lágnættið], Morgunblaðið