Sóley Sesselja Bender
Sóley Sesselja Bender (f. 26. júlí 1953)[1] er prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, sérfræðingur í kynheilbrigði og hefur um árabil unnið að kynheilbrigðismálum. Hún hefur unnið frumkvöðlastörf við þróun kennslu á fræðasviði kynheilbrigðis, ráðgjöf um getnaðarvarnir og stefnumótun um kynheilbrigðismál hér á landi og á alþjóðavísu.[2][3]
Sóley Sesselja Bender | |
---|---|
Fædd | 26. júlí 1953 |
Störf | Prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands |
Ferill
breytaSóley lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1973 og það ár hóf hún nám við Námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands[4] sem þá var að hefja starfsemi.[5][6] Hún útskrifaðist með BS próf í hjúkrunarfræði árið 1977 og varð þar með ein af fyrstu hjúkrunarfræðingum hér á landi með BS próf í hjúkrunarfræði. Að námi loknu kenndi hún faraldsfræði og fjölskylduáætlun við hjúkrunarskóla í Kathmandu í Nepal (1978-1979), vann á tímabilinu 1979-1980 á Slysadeild Borgarspítalans og í ár á Handlækningadeild St. Mary´s spítalanum í Minneapolis. Hún lauk MS námi frá Læknadeild (Department of Obstetrics and Gynecology) University of Minnesota í Family Planning Administration árið 1983. Á árunum 1985- 1986 starfaði hún sem hjúkrunarframkvæmdastjóri á Kvennadeild Landspítalans. Hún hóf stundakennslu árið 1985 við Námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og varð prófessor árið 2009 við Hjúkrunarfræðideild.[4] Sóley lauk doktorsnámi í heilbrigðisvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2005. Fjallaði ritgerð hennar um þunganir unglingsstúlkna.[7] Sóley var Námsbrautarstjóri 1994-1995 og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar 2007-2009.[8][4] Hún var í tengdri stöðu við Hjúkrunarfræðideild University of Minnesota á árunum 2009-2012.
Trúnaðar-, félags- og fræðastörf
breytaSóley var einn af stofnfélögum Kynfræðifélags Íslands árið 1985. Hún stofnaði Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir árið 1992 og var formaður þeirra fyrstu átta árin.[1] Á þeim tíma fengu samtökin samþykkta fulla aðild að Alþjóðasamtökum um fjölskylduáætlun (IPPF).[9] Á vegum Landlæknisembættisins og í samstarfi við Menntamálaráðuneytið hafði hún umsjón með þverfaglegri vinnu er sá um að koma fyrsta heildstæða kynfræðslunámsefninu, Kynfræðsla, lífsgildi og ákvarðanir, til innleiðingar í efstu bekki grunnskólans á landsvísu árið 1991 og var hún einnig ritstjóri íslenska námsefnisins.[4] Sóley hefur um árabil verið í samstarfi við Evrópudeild WHO um kynheilbrigðismál, var svæðisráðgjafi innan Evrópudeildar WHO á því sviði á árunum 2007-2013[10] og var í undirbúningshóp sem fulltrúi Velferðarrráðuneytisins sem vann að framkvæmdaáætlun um kynheilbrigði í Evrópu. Tók sú áætlun gildi árið 2016.[11] Í fjölda ára hefur Sóley svarað fyrirspurnum hjá Vísindavefnum.[12] Sóley hefur gegnt fjölda nefnda- og trúnaðarstarfa innan og utan Hjúkrunarfræðideildar. Hún hefur verið formaður margra nefnda á vegum Velferðarráðuneytisins og Heilbrigðisráðuneytisins í gegnum árin um málefni kynheilbrigðis og samið greinargerðir fyrir lagafrumvörp. Má þar nefna formennsku í nefnd sem vann greinargerð um heildarendurskoðun á lögum nr 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.[13][14][15] Árið 2019 er verið að stofna Fagráð um kynheilbrigði innan Embættis landlæknis og mun Sóley verða einn af fulltrúum þess.[13]
Rannsóknir
breytaRannsóknir Sóleyjar hafa fjallað um kynheilbrigðismál og hafa einkum beinst að kynfræðslu unglinga, kynheilbrigðisþjónustu, þungun unglingsstúlkna, kynhegðun unglinga, notkun getnaðarvarna og kynlíf á meðgöngu og eftir fæðingu.[16][17][18][19][20] Einnig hefur hún verið að þróa skimunartækið HEILUNG sem ætlað er að skima fyri heilbrigði ungs fólks í framhaldsskólum og er einn þáttur þess um kynheilbrigði.[21] Sóley var meðrannsakandi í alþjóðlega rannsóknarverkefninu The International Sexuality Description Project 2 (ISDP-2).[22] Hefur Sóley ritað fjölda vísindagreina og bókarkafla um kynheilbrigðismál. Hún hefur haldð fjölda fyrirlestra um kynheilbrigðismál á innlendum sem erlendum vísindaþingum.[4]
Kennsla
breytaSóley hefur þróað kennslu um kynheilbrigði fyrir nemendur í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði. Hún stóð að þróun og stofnum þverfaglegs diplómanáms í kynfræði við Háskóla Íslands og hefur verið námsstjóri þess frá upphafi árið 2010. Hún var formaður stýrihóps (2010-2017) sem þróaði þverfræðilegt nám fyrir nemendur á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.[23][24]
Einkalíf
breytaSóley er gift Friðriki Kristjáni Guðbrandssyni, háls- nef og eyrnalækni og eiga þau þrjú börn.[1] Foreldrar Sóleyjar voru Kristján S. Bender, rithöfundur (1915-1975) og Þorbjörg Þórarinsdóttir Bender, hjúkrunarkona (1914-1994).
Helstu ritverk
breytaGreinar
breyta- Sóley S. Bender (2019). Ráðgjöf um getnaðarvarnir á Kvennadeild Landspítalans í 20 ár. Ljósmæðrablaðið, 97(1), 20-24.
- Schmitt, D.P., Alcalay, L., Allik, J., Alves, I.C.B., Anderson, C.A., Angelini, A.L. Asenorpf, J.B., Austers, I., Balaguer, I., Baptista, A. og Bender, S.S. et al (alls 190 höfundar). (2017). Narcissism and the Strategic Pursuit of Short-Term Mating: Universal Links across 11 World Regions of the International Sexuality Description Project-2. Psychological Topics, 26, 1, 89-137
- Bender, S.S. og Fulbright, K. (2013). Content analysis: A review of perceived barriers to sexual and reproductive health services by young people. The European Journal of Contraception and Reproductive Health Care, 18, 159-167.
- Sóley S. Bender (2006). Kynlífsheilbrigði: Þörf fyrir stefnumótun Geymt 26 maí 2022 í Wayback Machine. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 4(82), 52-56.
- Bender, S.S. og Kosunen, E. (2005). Teenage contraceptive use in Iceland: A gender perspective. Public Health Nursing, 22(1), 17-26.
- Bender, SS og Geirsson, RT (2004). Effectiveness of pre-abortion counseling on post-abortion contraceptive use. Contraception, 69:481-487.
- Bender, S.S., Geirsson, R.T. og Kosunen, E. (2003). Trends in teenage fertility, abortion and pregnancy rates in Iceland compared with other Nordic countries 1976-99. Acta Obstet Gynecol Scand, 82, 38-47.
Bókakaflar
breyta- Sóley S. Bender (2016). Kynheilbrigði unglinga- Ábyrgt kynlíf. Í Guðrún Kristjánsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir og Sóley S. Bender (ritstjórar). Ungt fólk- Tekist á við tilveruna. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
- Sóley S. Bender (2016). Kynhegðun unglinga- snemma byrjað að stunda kynlíf. Í Guðrún Kristjánsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir og Sóley S. Bender (ritstjórar). Ungt fólk- Tekist á við tilveruna. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
- Sóley S. Bender (2012). Ráðgjöf um getnaðarvarnir: Hugmyndafræðilegt líkan, Í Herdís Sveinsdóttir og Helga Gottfreðsdóttir (Ritstj), Við góða heilsu? Konur og heilbrigði í nútímasamfélagi (bls. 91-107). Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- Sóley S. Bender (2013). Samræður í rýnihópum. Í Sigríður Halldórsdóttir (Ritstj.), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 301-314). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.
- Sóley S. Bender (2006). Þróun kynheilbrigðisþjónustu fyrir unglinga. Í Helga Jónsdóttir (Ritstj.), Frá innsæi til inngripa: þekkingarþróun í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði (bls. 323-341). Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
- Sóley S. Bender (2005). Þunganir unglingsstúlkna: Hugmyndafræðilegt skýringalíkan. Ungir Íslendingar (bls. 169-176). Reykjavík: Umboðsmaður barna og Háskóli Íslands.
- Bender, S.S., Juliusdottir, S., Kristinsson, Th og Jonsdottir, G. (2004). Iceland. In R.T. Francoeur og R.J. Noonan (Ritstj.). Continuum Complete International Encyclopedia of Sexuality[óvirkur tengill] (bls. 503-516). New York: Continuum.
- Sóley S. Bender (2003). Rýnihópar. Í Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (Ritstj.), Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls. 85-101). Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- Bender, S.S., Juliusdottir, S., Kristinsson, Th og Jonsdottir, G. (2001). Iceland. The International Encyclopedia of Sexuality (vol. 4) (bls. 216-247). New York: Continuum.
Frumsamin kennslurit
breyta- Sóley S. Bender, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir og Solveig Jóhannsdóttir (2011). Ungt fólk og kynlíf Geymt 28 desember 2021 í Wayback Machine. Reykjavík: Háskólaprent. Ætlað til kennslu í framhaldsskólum.
- Sóley S. Bender (2010). Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis. Kynfræðsluefni fyrir 8. bekk grunnskólans. Tilraunaútgáfa til forprófunar.
- Sóley S. Bender, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir og Solveig Jóhannsdóttir (2001). Ungt fólk og heilbrigt kynlíf. Reykjavík: Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir. Útgáfa fyrir tilraunakennslu. Ætlað til kennslu í framhaldsskólum.
- Sóley S. Bender (1989). ALNÆMISVARNIR. Fræðsluefni og leiðbeiningar fyrir framhaldsskóla. Reykjavík: Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið.
- Sóley S. Bender (1988). ALNÆMISVARNIR Fræðsluefni og leiðbeiningar fyrir efstu bekki grunnskóla. Reykjavík: Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Mbl.is. (1998, 10. október). Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir. Með ungu fólki fyrir ungt fólk“. Sótt 13. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Kennarar í kynfræði. Sótt 13. september 2019.
- ↑ Sóley S. Bender (2019). Ráðgjöf um getnaðarvarnir á Kvennadeild Landspítalans í 20 ár. Ljósmæðrablaðið, 97(1), 20-24.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 „Háskóli Íslands. Sóley Sesselja Bender. Prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði. Ferilskrá“. Sótt 13. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Heilbrigðisvísindasvið. Handbók BS-nema í hjúkrunarfræði skólaárið 2018-2019[óvirkur tengill]. Sótt 13. september 2019.
- ↑ Mbl.is. (1998, 3. október). Námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands 25 ára. Sótt 13. september 2019.
- ↑ Mbl.is. (2005, 27. ágúst). Sóley Sesselja Bender ver doktorsritgerð sína. Sótt 13. september 2019.
- ↑ Árbók Háskóla Íslands. Háskólaárið 2007. Jafnréttismál (bls. 17). Sótt 13. september 2019.
- ↑ Læknablaðið. (2001). Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir. Sótt 13. september 2019.
- ↑ World Health Organization. Regional Advisory Panel (RAP) on Research and Training in Reproductive Health in the European Region Geymt 11 september 2019 í Wayback Machine. Sótt 13. september 2019.
- ↑ WHO (2016). Action plan for sexual and reproductive health[óvirkur tengill]. Copenhagen: WHO.
- ↑ Vísindavefurinn. Sóley Sesselja Bender prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ. Sótt 13. september 2019.
- ↑ 13,0 13,1 „Velferðarráðuneytið. (2016). Heildarendurskoðun laga nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir“ (PDF). Sótt 13. september 2019.
- ↑ Brynjólfur Þór Guðmundsson. (2017, 26. febrúar). Konur fái sjálfstæðan rétt til þungunarrofs. Ruv. Sótt 13. september 2019.
- ↑ Erla Björg Gunnarsdóttir. (2017, 24. febrúar). Fóstureyðing verði þungunarrof. visir.is. Sótt 13. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Sóley Sesselja Bender. Prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði. Ritaskrá. Sótt 13. september 2019.
- ↑ Sóley S. Bender. (2006). Kynlífsheilbrigði: Þörf fyrir stefnumótun Geymt 26 maí 2022 í Wayback Machine. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 82(4), 52-56. Sótt 13. september 2019.
- ↑ Læknablaðið. (2015). Þungunarrof á Íslandi í 80 ár. Góð reynsla en er þörf á að breyta? Læknablaðið, 101(12). Sótt 13. september 2019.
- ↑ Bender, SS og Kosunen, E. (2005). Teenage contraceptive use in Iceland: A gender perspective. Public Health Nursing, 22(1), 17-26.
- ↑ Bender, SS og Geirsson, RT (2004). Effectiveness of pre-abortion counseling on post-abortion contraceptive use. Contraception, 69:481-487.
- ↑ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. (2019). Þróun skimunartækisins HEILUNG Geymt 20 október 2020 í Wayback Machine. Sótt 13. september 2019.
- ↑ Brunel University London. (e.d.). International Sexuality Description Project. Co-investigator(s) – Numerous – see related page Geymt 3 ágúst 2020 í Wayback Machine. Sótt 13. september 2019.
- ↑ Sólfríður Guðmundsdóttir. (2013). Heilsutorg: Nýtt viðhorf í heilbrigðisþjónustu[óvirkur tengill]. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 89(2), 20-24. Sótt 13. september 2019.
- ↑ Sóley S. Bender, Andri St. Björnsson, Anna Bryndís Blöndal, Guðlaug Kristjánsdóttir, Inga B. Árnadóttir, Ólöf Guðný Geirsdóttir, Þorvarðaur Jón Löve og Ólöf Ásta Ólafsdóttir (2018). „Það er fróðlegt og krefjandi að vinna í teymi“. Þverfræðilegt nám á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands: Þriggja ára þróunarverkefni Geymt 26 október 2020 í Wayback Machine. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 94(2), 62-69