Símareiki
Símareiki eða símaflakk á við notkun farsímans fyrir utan venjulega net þess, oft á svæði þar sem er ekkert samband frá venjulega netinu, eða erlendis þar sem það net er ekki í boði. Símareiki tryggir það að notandi símans missir ekki sambandi og getur haldið áfram að hringja, senda smáskilaboð og halið niður gögnum þó hann sé ekki á þjónustusvæði farsímanetsins síns. Tæknin sem styður símareiki er byggð inn í GSM- og CDMA-stöðlunum.
Flest farsímafyrirtæki eru búin að semja við önnur fyrirtæki um símareiki fyrir viðskiptavini sína. Oft er rukkað fyrir að nota símann á reiki, sérstaklega sé maður erlendis, jafnvel ef notandinn er í áskrift. Evrópusambandið hefur lagt fram áform um að fella niður reikigjöld innan Evrópska efnahagssvæðisins frá 15. desember 2015.[1] Ný hámarksgjöld tóku gildi 1. júlí 2014 en þau eru 0,19 € á mínútu til að hringja, 0,05 € á mínútu til að svara, 0,06 € til að senda smáskilaboð, frítt til að móttaka þeim og 0,20 € á MB fyrir gagnanotkun.[2]
Heimildir
breyta- ↑ „Reikigjöld gætu heyrt sögunni til“. RÚV. Sótt 30. júlí 2014.
- ↑ „Notkun farsíma í útlöndum – Póst- og fjarskiptastofnun“. Sótt 30. júlí 2014.