Síðasti bærinn í dalnum (kvikmynd)

Síðasti bærinn í dalnum er fyrsta leikna kvikmynd Óskars Gíslasonar. Hún var tekin upp á Tannastöðum í Ölfusi, í Kershelli og í Kjósinni og var frumsýnd árið 1950. Jórunn Viðar samdi tónlistina við myndina og var það fyrsta kvikmyndatónlist sem samin var á Íslandi við mynd í fullri lengd.

Síðasti bærinn í dalnum
Auglýsing úr Morgunblaðinu
LeikstjóriÆvar Kvaran
HandritshöfundurÞorleifur Þorleifsson
Loftur Guðmundsson (f. 1906)
Leikarar
Frumsýning11. mars, 1950

Söguþráður

breyta

Myndin gerist á sveitabæ þar sem systkinin Bergur og Sólrún búa með Birni, föður þeirra, og Gerði, ömmu þeirra. Uppi í fjöllum búa tröllin Kolur og Ketta sem hafa flæmt alla bændur burt úr dalnum, nema Björn. Gerður á nefnilega galdrahring sem verndar þau frá tröllunum. Í von um að stela hringnum ákveður tröllkarlinn að breyta sér í karlmansgervi og ræður sig sem vinnumann á bænum. Einn daginn hittir Bergur dverginn Rindil og hjálpar honum að bjarga huliðhjálminum sínum sem hann hafði misst út í á. Huliðhjálmurinn var gæddur göldrum þannig að hver sá sem hafði hann á höfði sér varð ósýnilegur. Rindill fer með Berg að heimsækja álfkonuna. Hún launar Bergi hjálpsemi hans með því að breyta legg sem hann var með í galdralegg sem getur opnað alla lása og einnig kallað á álfkonuna ef hann vantar hjálp.

Eftir misheppnaða tilraun vinnumansins til að stela gullhringnum ákveður tröllkonan að hún þurfi að aðstoða hann. Þegar Björn og vinnumaðurinn fara á melrakkaveiðar er tröllkonan búin að fara í konugervi og situr uppi á heiði þar sem þeir Björn og vinnumaðurinn rekast á hana. Hún þykist hafa flúið húsbónda sinn vegna slæmrar meðferðar sem hún fekk þar. Í góðmennsku sinni býður Björn henni að búa hjá sér og frestar melrakkaveiðunum. Nokkrum dögum seinna fer Björn aftur á melrakkaveiðar og þá heyrir Bergur samtal milli vinnumansins og vinnukonunnar um það hvernig hún ætlar að stela hringnum meðan Björn er í burtu. Bergur segir ömmu sinni hvað hann hafði heyrt og hún felur hringinn á klæðum sínum. Vinnukonan fer að rúmi ömmunnar en finnur ekki hringinn. Seinna um daginn þegar Bergur og Sólrún eru úti að tína ber þá töfrar vinnukonan fram stóran kistil og læsir systkinin í honum. Bergur notar galdralegginn sinn til að opna kistilinn og þau flýja. En tröllkonan gómar þau aftur og ber þau upp í hellinn sinn. Með hjálp álfkonunnar ná þau að flýja aftur. Þegar tröllskessan vaknar hleypur hún á eftir þeim og þegar hún er alveg að ná þeim mæta þau Birni og vinnumanninum sem eru á melrakkaveiðnum. Vinnumaðurinn breytir sér í tröll og ræðst á Björn. Álfkonan birtist loks og flæmir tröllin í burtu fyrir fullt og allt.

   Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.