Sædýrasafnið í Hafnarfirði

Sædýrasafnið í Hafnarfirði var dýragarður sem opnaði 8. maí 1969. Það var staðsett í Hafnarfirði sunnan við Hvaleyrarholt gegnt þeim stað þar sem Krýsuvíkuvegur mætir Reykjanesbraut. Upphaflega þróaðist það út frá sýningum á sjávardýrum í sérsmíðuðum fiskabúrum sem Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði stóð fyrir. Árið 1971 voru þar til sýnis um stutt skeið tvö tígrisdýr sem fengin voru að láni úr dýragarði í Svíþjóð.[1] Brátt bættust við selir, háhyrningar, ísbjörn, ljón og apar[2], auk íslenskra húsdýra. Jón Kr. Gunnarsson skipstjóri og ritstjóri, var aðalhvatamaður að stofnun safnsins og forstöðumaður þess frá upphafi til enda.

Safnið var fjármagnað með aðgangseyri auk tekna sem fengust fyrir að fanga háhyrninga fyrir sædýrasöfn víða um heim. Háhyrningarnir voru þá geymdir í laug í sædýrasafninu áður en þeir voru fluttir erlendis. Þannig var til dæmis háhyrningurinn Keikó fangaður árið 1979. Þessi verslun lagðist af vegna vaxandi gagnrýni hvalaverndunarsamtaka.

Safnið var starfrækt til 1987 en lagðist þá af vegna fjárhagsörðugleika. Kengúrur voru síðustu dýrin sem þar og voru felld árið 1988.

Ítarefni

breyta
  • Jón Kr. Gunnarsson (1986). Mannfólkið og hin dýrin. Hafnarfirði: Rauðskinna.

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Ingveldur Geirsdóttir. „Manstu eftir ... Sædýrasafninu“. mbl.is. Sótt 4.1.2023.
  2. "Helmingur þjóðarinnar mætti"