Rutgers-háskóli

(Endurbeint frá Rutgers)

Rutgers, The State University of New Jersey, þekktari sem Rutgers University eða Rutgers, er ríkisrekinn háskóli í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann er stærsti háskóli ríkisins með þrjú háskólasvæði: í New Brunswick og Piscataway, í Newark og í Camden. Skólinn var stofnaður árið 1766 og hét þá Queen's College. Hann er áttundi elsti háskóli Bandaríkjanna. Í upphafi var skólinn einkarekinn og er annar tveggja skóla frá nýlendutímabilinu sem síðar varð ríkisrekinn (hinn skólinn er College of William and Mary.) Rutgers var ríkisháskóli New Jersey með lagasetningu árið 1945 og 1956. Háskólavæðið í Newark tilheyrði áður Newark-háskóla, sem sameinaðist Rutgers árið 1946.

Old Queens

Skólinn býður upp á BA-gráður og MA-gráður í yfir eitthundrað námsgreinum og fræðasviðum og doktorsgráður og verknámsgráður í yfir áttatíu námsgreinum og fræðasviðum.

Við skólann starfa rúmlega 2700 háskólakennarar og 6400 aðrir starfsmenn. Tæplega 39 þúsund nemendur stunda grunnnám og tæplega 14 þúsund stunda framhaldsnám.

Tenglar

breyta