Runnsledda (fræðiheiti: Pimpla arctica) er sníkjuvespa sem finnst helst í birkiskógum, kjarrlendi eða runnum og gróðurríkum húsagörðum í Norður-og Mið-Evrópu, austur Rússlandi og Síberíu allt til Kamchatka.

Runnsledda
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Ætt: Nálvespnaætt (Ichneumonidae)
Undirætt: Pimplinae
Ættkvísl: Pimpla
Fabricius, 1804
Samheiti

Útlit

breyta

Runnsledda er frekar stórvaxin sníkjuvespa og getur orðið um 20 millimetrar en mikill stærðarmunur getur verið milli einstaklinga sem talið er að stafi af mis fæðuríkum hýslum. Bolur runnsleddu er svartur og er varpbroddur um helmingur af lengd afturbols og er hann þráðbeinn, svartur og sterklegur. Fæturnir eru rauðir nema stofnliðir fram- og miðfóta og langliður afturfóta eru svartir.

Lifnaðarhættir

breyta

Hún verpir eggjum í lirfur fiðrilda. Kvendýrin koma eggjum sínum fyrir inn í lirfum og þegar lirfurnar klekjast út þá éta þær innvols hýslanna sem hljóta af því hægfara dauðdaga. Runnsledda er á ferli allt árið. Á Íslandi virðist hún algengari norðanlands en sunnanlands. Á seinni árum hefur runnsleddu fjölgað en það kann að stafa af meiri grósku í garðagróðri og þá fjölgar fiðrildalirfum.

Heimild

breyta

Tenglar

breyta


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.